Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 24
24 25
17. mál. Tillaga að starfsreglum um ráðningu í prestsstörf.
Málinu var frestað til næsta reglulegs kirkjuþings 2021-2022.
18. mál. Starfsreglur um héraðsfundi og héraðsnefndir.
Starfsreglurnar fela ekki í sér efnislegar breytingar frá því sem lög um stöðu, stjórn
og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997 hafa mælt um en í ljósi niðurfellingar ákvæðis
um héraðssjóði með breytingarlögum nr. 95/2020 og í ljósi þess að unnið var að smíði
nýrra þjóðkirkjulaga þótti rétt að fella inn í starfsreglurnar ákvæði um héraðssjóði og
héraðsnefndir sem var að finna í brottföllnum lögum um þjóðkirkjuna.
Auglýsing hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið birtar á vef
kirkjunnar, kirkjan.is.
19. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr.
144/2016, með síðari breytingum.
Breytingin felur fyrst og fremst í sér breytingu á nafni starfsreglnanna sem nú heita
starfsreglur um ráðningu í prestsstörf og starfslok, að auki felast í reglunum breytingar á
reglum um starfslok.
Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum ásamt breytingum 43.
máls og starfsreglurnar verið uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
21. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir
þjóðkirkjunnar nr. 950/2009, með síðari breytingum.
Tillagan felur í sér að kirkjuráð skal auglýsa á almennum markaði allar fasteignir
þjóðkirkjunnar, sem það hefur ákveðið að selja með samþykki kirkjuþings. Kirkjuráð skal
taka hæsta tilboði eða hafna öllum.
Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið
uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
22. mál. Tillaga að starfsreglum um Skálholtsstað.
Málinu var frestað til næsta reglulegs kirkjuþings 2021-2022.
23. mál. Þingsályktun um verkáætlun vegna umhirðu jarða þjóðkirkjunnar.
Málið fjallar um verkáætlun fyrir umhirðu jarða þjóðkirkjunnar 2021-2031. Málið fékk
ekki framgang á kirkjuþingi í septembermánuði síðastliðnum en samþykkt var tillaga
um að kirkjuráði yrði falið að vinna betur kostnaðaráætlun og samræma fasteignastefnu
þjóðkirkjunnar. Þetta mál er framhald 22. máls kirkjuþings 2019 þar sem kirkjuþing
samþykkti þingsályktun um úttekt á prestssetra- og kirkjujörðum vegna endurheimtar
votlendis og skógræktar.
24. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um sóknarnefndir.
Breytingin felur m.a. í sér að sóknarnefnd boðar til aðalsafnaðarfundar sóknar í samráði
við sóknarprest og/eða starfandi prest.