Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 27
27
sóknarbarna undirritað ósk um almenna prestskosningu skal orðið við henni. Aldrei er þó
þörf fleiri undirritana en fimm hundruð atkvæðisbærra sóknar barna.
Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið
uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
36. mál. Þingsályktun um brottfall ýmissa laga og réttarreglna er varða málefni
þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing 2020-2021 beinir þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að felld verði á brott
úr lagasafninu tiltekin lög, tilskipanir, forordning, bréf kansellíisins, koungsbréf til biskup-
anna, erindisbréf handa biskupum og prestastefnusamþykkt, við meðferð frumvarps til
nýrra þjóðkirkjulaga á Alþingi.
37. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr.
1026/2007, með síðari breytingum (Sameining sókna).
Gilsbakka- og Reykholtssóknir í Reykholtsprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi
sameinist. Heiti hinnar nýju sóknar verði Reykholtssókn.
Dagverðarness- og Staðarfellssóknir í Dalaprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi
sameinist. Heiti hinnar nýju sóknar verði Staðarfellssókn.
Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið
uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
38. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri
áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan
þjóðkirkjunnar nr. 330/2019.
Breytingin felur í sér að biskup Íslands ákveður nú þóknun fyrir teymið en ekki
þóknananefnd kirkjunnar. Þá eru felld niður ákvæði sem tilgreina að kostnaður greiðist
úr kirkjumálasjóði þar sem allur kostnaður greiðist nú frá Þjóðkirkjunni-Biskupsstofu,
enda hefur kirkjumálasjóður verið lagður niður.
39. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um prófasta nr. 966/2006, með síðari
breytingum.
Breytingin felur í sér að prófastur geri ekki lengur árleg reikningsskil til Ríkis endur-
skoðunar vegna gjafa- og líknarsjóða í prófastsdæmi heldur til kjörinna endur skoð enda.
Breytingin er þörf m.t.t. viðbótarsamnings íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 6.
september 2019 þar sem m.a. segir í 3. gr. að þjóðkirkjan hafi sjálfstæðan fjárhag og beri
fulla ábyrgð á eigin fjármálum frá 1. janúar 2020. Endurskoðun reikninga er því ríkinu
óviðkomandi frá því tímamarki.
Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið
uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
40. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir
kirkjunnar nr. 950/2009, með síðari breytingum.