Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 28
28 29
Starfsreglurnar fela í sér að öll prestssetur lúta sömu reglum varðandi húsaleigugreiðslur
óháð því svæði sem prestssetur tilheyrir.
Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið
uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
41. mál. Þingsályktun um ársreikninga kirkjumálasjóðs og Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu.
Kirkjuþing samþykkti endurskoðaða ársreikninga kirkjumálasjóð vegna ársins 2019
og ársreikning Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu vegna ársins 2020. Um leið var samþykkt að
fjárhagsáætlun ársins 2021 skyldi endurskoðuð.
42. mál. Þingsályktun um skipun starfskostnaðarnefndar kirkjuþings vegna prests- og
prófastsþjónustu.
Ályktunin felur í sér að skipuð verður þriggja manna nefnd til að endurskoða starfsreglur
um starfskostnað vegna prestsþjónustu og prófastsstarfa.
Eftirtaldir aðilar voru skipaðir í nefndina: Einar Már Sigurðarson, formaður, Anna
Guðrún Sigurvinsdóttir og sr. Gísli Jónasson.
43. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr.
144/2016, með síðari breytingum.
Umsækjendur um prestsstörf hafi nú val um hvort nafn sitt sem umsækjanda um
tiltekið starf verði birt.
Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið
uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
44. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings nr. 949/2009,
með síðari breytingum.
Breytingin felur í sér betri og vandaðri undirbúningi þingmála kirkjuþings þannig
að ákvæði um skyldur forsætisnefndar til athugunar á framkomnum þingmálum áður
en þau eru tekin inn á málaskrá þingsins, s.s. hvort mál falli undir valdsvið kirkjuþings,
eru skýrari. Forsætisnefnd meti einnig hvort mál hafi verið nægilega kynnt og gætir þess
að kostnaðaráætlun þingmáls sé raunhæf. Forsætisnefnd skuli birta framkomin mál í
samráðsgátt en þar má jafnframt birta mál sem áformað er að leggja fram síðar. Þá skuli
forsætisnefnd setja verklagsreglur um það með hvaða hætti þingmál skuli kynnt og hvað
teljist nægjanleg kynning.
Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið
uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
45. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um starfskostnað vegna prestsþjónustu
og prófastsstarfa nr. 932/2020, með síðari breytingum.
Málið tengist 34. máli sem varðar starfskostnað vegna prests- og prófastsþjónustu og
var dregið til baka. Ályktunin felur í sér að ekki verður lengur greidd föst fjárhæð vegna
reksturs síma hjá prestum heldur greiðir biskupsstofa þann kostnað.