Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 32
32 33
annast viðhald eignanna í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun, gæta og varðveita þau
réttindi tengjast eignunum, sjá um tryggingar og halda uppi lögskilum.
» Um fasteignasvið.
Fasteignasvið þjóðkirkjunnar hefur verið starfrækt af kirkjuráði. Þar er sinnt daglegum
rekstri þeirra verkefna sem kirkjuráði eru falin í starfsreglum. Kirkjuráð hefur skipað
sviðsstjóra fasteignasviðs og falið honum að annast daglegan rekstur fasteigna og
eignaumsýslu samkvæmt samþykktri fjárhags- og framkvæmdaáætlun. Framkvæmdastjóri
kirkjuráðs gegnir starfi sviðsstjóra fasteignasviðs.
Verkefni fasteignasviðsins eða erindi tengd sviðinu voru til umfjöllunar á öllum fundum
kirkjuráðs á starfsárinu enda einn stærsti málaflokkur kirkjuráðs. Skal nú gerð grein
fyrir umfangsmestu málum á sviðinu en að öðru leyti vísast til fundargerða kirkjuráðs
á starfsárinu, nóvember 2019 til september 2020 og framkvæmdaáætlana fasteignasviðs
2019-2021 og 2021-2023. Þar er að finna nákvæmt yfirlit yfir allar nauðsynlegustu viðhalds-
framkvæmdir á eignum kirkjumálasjóðs, s.s. prestsseturshúsum og öðrum eignum.
» Seldar fasteignir.
Gengið var frá sölu eins prestsbústaðar á starfsárinu, Skagabraut 30, Suðurnesjabæ.
Jafnframt var gengið frá sölu vegna kirkjuhússins, Laugarvegi 31 og jörðinni Hraungerði,
Flóahreppi.
» Helstu viðhaldsverkefni.
Stærstu viðhaldsframkvæmdir á starfsárinu voru við prestsbústaðina á Klausturvegi á
Kirkjubæjarklaustri, Breiðabólstað, Smáragötu 6 í Vestmannaeyjum, Bergstaðastræti 75,
Reykholti, Reykhólum, Völusteinsstræti 16, Bolungarvík, Hvanneyrabraut á Siglufirði,
Hlíðarvegi 42, Ólafsfirði, Skútustöðum og Steinum 1, Djúpavogi.
Einnig hefur verið unnið við minni viðhaldsverkefni á öðrum prestsbústöðum um allt
land.
Verkefni kirkjuráðs á sviði fjármála.
Verkefni kirkjuráðs á sviði fjármála voru til umfjöllunar á flestum fundum á starfsárinu.
Frá áramótum hafa forseti kirkjuþings og formaður fjárhagsnefndar setið fundi kirkjuráðs
sem snúa að fjármálum, eins og að framan greinir auk þess sem fjármálastjóri hefur átt
fastan lið á hverjum fundi til að ræða málefni fjármálasviðs og farið yfir stöðu útgjalda
miðað við fjárhagsáætlun ársins.
Kirkjuráð gerir grein fyrir fjármálum Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu í 2. máli kirkjuþings
2021-2022; Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar og vísast til hennar um þau verkefni.
Stofnanir sem heyra undir kirkjuráð.
Stofnanir og nefndir skila skýrslum í Árbók kirkjunnar og er vísað þangað til nánari
greinargerða um starfsemi þeirra. Sú umfjöllun sem hér fer á eftir er til fyllingar því eða
sérstakrar áréttingar á atriðum sem kirkjuráð vill vekja athygli kirkjuþings á.