Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 34
34 35
Tónskóli þjóðkirkjunnar.
Tónskóli þjóðkirkjunnar starfar samkvæmt starfsreglum um kirkjutónlist á vegum
þjóðkirkjunnar nr. 1074/2017. Samkvæmt starfsreglunum starfrækir kirkjan Tónskóla
þjóðkirkjunnar „sem annast um menntun organista og kirkjutónlistarfræðslu þeirra
og annars tónlistarfólks innan kirkjunnar. Tónskólinn heyrir undir kirkjuráð. Skólinn
starfar eftir námsskrá sem kirkjuráð samþykkir“. Kirkjuráð skipar þriggja manna
kirkjutónlistarráð sem er stjórn Tónskóla þjóðkirkjunnar og fagráð í kirkjutónlistarmálum.
Á starfsárinu flutti Tónskólinn úr jarðhæð Grensáskirkju í Hjallakirkju. Þar er nú
kirkjutónlistarbókasafnið sem er sameign söngmálastjóra og Tónskólans, kennsluaðstaða
fyrir söng og skrifstofuaðstaða ritara skólans.
Í kirkjutónlistarráði sitja nú sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, formaður, sr. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir og Helga Þórdís Guðmundsdóttir, organisti. Varamenn eru Guðmundur
Sigurðsson, organisti, sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og Hákon Leifsson, organisti.
Björn Steinar Sólbergsson, organisti, er skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar.
Fjölskyldu- og sálgæsluþjónusta kirkjunnar.
Fjölskyldu- og sálgæsluþjónusta kirkjunnar veitir sérhæfða þjónustu í fjölskyldumálum
á grundvelli kristinna lífsgilda. Þjónustan er á sviði sálgæslu- og kærleiksþjónustu
kirkjunnar og lýtur faglegri forystu biskups Íslands, en heyrir að öðru leyti undir kirkjuráð.
Í nóvember sl. var sr. Vigfús Bjarni Albertsson ráðinn forstöðumaður Fjölskyldu- og
sálgæsluþjónustu kirkjunnar en auk hans starfa þar þær Andrea Baldursdóttir og Guðrún
Kolbrún Otterstedt, félagsráðgjafar. Eins og kunnugt er var nafni Fjölskylduþjónustu
kirkjunnar breytt á síðasta kirkjuþingi í Fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar.
Kirkjuráð samþykkti á 317. fundi sínum, 1. október 2020 að fela lagahópnum
endurskoðun starfsreglnanna vegna ályktunar kirkjuþings 2020 um að farið yrði yfir
þær. Lagahópur taldi ekki lengur þörf á endurskoðun reglnanna þar sem prestur hefur
verið ráðinn í starf forstöðumanns Fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar, eins og
starfsreglurnar gera ráð fyrir. Kirkjuráð samþykkti tillögur lagahóps að ekki eru ástæður
til breytinga á starfsreglunum að öðru leyti en því að ekki er þörf á að forstöðumanni sé
sett erindisbréf.
Stjórn Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar.
Samkvæmt skipulagsskrá Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar skal kirkjuráð skipa þrjá af
níu stjórnarmönnum. Einn fulltrúi er skipaður árlega og nær hver skipun til þriggja ára í
senn. Í stjórn Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar sitja Arna Grétarsdóttir, Valur Árnason,
Sigríður Dögg Geirsdóttir, Hreinn Hákonarson, Magnea Sverrisdóttir, Guðmundur Þór
Guðmundsson, Hildur Björk Hörpudóttir og Halla Jónsdóttir.
Strandarkirkja í Selvogi.
Kirkjuráð hefur forræði yfir málefnum Strandarkirkju. Strandarkirkjunefnd er skipuð
af kirkjuráði og hefur nefndin umsjón með rekstri kirkjunnar fyrir hönd kirkjuráðs. Í