Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 35
35
Strandarkirkjunefnd sitja Ragnhildur Benediktsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri
biskupsstofu, formaður, sr. Gunnar Jóhannesson prestur í Selfossprestakalli og sr. Baldur
Kristjánsson fyrrverandi sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Varamenn eru
Sigurbjörg Níelsdóttir Hansen, fjármálastjóri biskupsstofu og Margrét Jónsdóttir, bóndi.
Nefndin er skipuð til 31. maí 2023. Á fundi kirkjuráðs, 7. október sl. tók Ásdís Clausen
núverandi fjármálastjóri Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu sæti Sigurbjargar þar sem hún er
ekki lengur fjármálastjóri.
Kirkjuþing unga fólksins.
Kirkjuþing unga fólksins kemur saman árlega. Hlutverk þess er að ræða stöðu og hlutverk
ungs fólks í þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan. Þar eiga sæti fulltrúar
prófastsdæma þjóðkirkjunnar og fulltrúar frá KFUM og KFUK. Fulltrúarnir skulu vera á
aldrinum 14 til 30 ára og skráðir í þjóðkirkjuna. Kirkjuþing unga fólksins er vettvangur
ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar.
Kirkjuþingi unga fólksins fór fram helgina 14.-16. maí sl. í Grensáskirkju. Á þinginu
komu saman 20 fulltrúar á aldrinum 14-26 ára frá öllum prófastsdæmum sem ræddu
málefni og framtíð kirkjunnar en fyrir þinginu lágu sex mál, þau eru eftirfarandi:
1. mál. Þingsályktun um breytingu á persónuverndarstefnu þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing unga fólksins samþykkti að öll myndbirting af börnum yrði með öllu
óheimil. Þingsályktunin gengur út á að kirkjan skuli ekki birta myndir af börnum á vef-
og prentmiðlum kirkjunnar. Jafnframt ættu prestar og starfsfólk kirkjunnar ekki að setja
myndir af börnum í safnaðarstarfi á sínar persónulegu síður.
2. mál. Þingsályktun um myndheim til notkunar í kynningarefni og auglýsingum.
Þingsályktunin felur í sér að Þjóðkirkjan-Biskupsstofa komi upp alhliða myndheimi
sem sé aðgengilegur söfnuðum í gegnum efnisveituna til notkunar í öllu auglýsinga- og
kynningarefni. Slíkur myndheimur myndi koma í staðinn fyrir myndbirtingar af börnum
í safnaðastarfi.
3. mál. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kirkjuþing unga fólksins.
Tillagan gengur út á að breytingar verði gerðar á 4. gr. starfsreglna um kirkjuþing unga
fólksins, nr. 952/2009. Lagt er til að ekki verði áskilið að kirkjuþing unga fólksins skuli
halda að vori heldur að það skuli haldið árlega á tímabilinu ágúst fram í maí.
4. mál. Þingsályktun um Æskulýðsmiðstöð þjóðkirkjunnar í Grensáskirkju.
Samþykkt var að skorað yrði á biskupsembættið að gera samning við Fossvogsprestakall
um að opna æskulýðsmiðstöð í Grensáskirkju. Ráð eða stjórn æskulýðsmiðstöðvar skuli
innihalda minnst einn fulltrúa sem sé starfandi á vettvangi æskulýðsstarfs kirkjunnar eða
eitt ungmenni sem sé skráð í kirkjuna.
5. mál. Þingsályktun um að skora á söfnuði þjóðkirkjunnar að auka sumarstarf.
Þingsályktunin felur í sér að hvatt er til þess að safnaðarstarf verði heilsárs starf til að