Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 44
44 45
héraði nr. 1026/2007 en skv. þeim er skylt að leggja til prestssetur á 42 stöðum en nú búa
47 prestar í húsnæði á vegum þjóðkirkjunnar og greiða leigu fyrir skv. 21. gr. starfsreglna
um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar nr. 950/2009.
Suðurprófastsdæmi
Í Suðurprófastsdæmi eru nú átta prestssetur auk Skálholts. Prestssetursjarðir eru Fellsmúli,
Hruni, Oddi og Breiðabólsstaður. Önnur prestssetur eru Hólagata 42 og Smáragata 6 í
Vestmannaeyjum, Ránarbraut 7 í Vík og Klausturvegur á Kirkjubæjarklaustri. Aðrar eignir
eru jarðirnar Voli og Mosfell í Grímsnesi, auk lóða sem leigðar hafa verið út úr jörðunum.
Kjalarnesprófastsdæmi
Í Kjalarnesprófastsdæmi er nú eitt prestssetur, prestssetursjörðin Reynivellir. Aðrar eignir
er jörðin Mosfell í Mosfellsdal, auk stakra lóða sem leigðar hafa verið úr henni.
Vesturlandsprófastsdæmi
Í Vesturlandsprófastsdæmi eru nú sjö prestssetur. Prestssetursjarðirnar eru Borg á Mýrum,
Reykholt, Stafholt og Staðastaður. Önnur prestssetur eru Eyrarvegur 26 Grundarfirði,
Lágholt 9 í Stykkishólmi, Lindarholt 8 Ólafsvík og Sunnubraut 25 í Búðardal. Aðrar eignir
er jörðin Saurbær í Hvalfjarðarsveit, auk fjölda lóða sem leigðar hafa verið úr Reykholti
og Saurbæ.
Vestfjarðaprófastsdæmi
Í Vestfjarðaprófastsdæmi eru nú sex prestssetur. Þar af er ein prestssetursjörð, Holt í
Önundarfirði, sem þó er ekki setin presti eins og er. Önnur prestssetur eru Aðalstræti
40 á Þingeyri, Aðalstræti 57 á Patreksfirði, Hellisbraut 4 á Reykhólum, Kópnesbraut 17 á
Hólmavík og Völusteinsstræti 16 í Bolungarvík. Aðrar eignir eru jarðirnar Vatnsfjörður
og Árnes 1 á Ströndum, Miðtún 12 á Ísafirði auk lóða sem leigðar hafa verið úr jörðunum.
Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
Í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi eru nú fimm prestssetur. Prestssetursjarðir eru
Glaumbær, Melstaður og Miklibær. Önnur prestssetur eru Hólabraut 30 Skagaströnd og
Hvammstangabraut 21, sem þó er ekki setið presti. Prestssetur á Hofsósi hefur verið selt.
Aðrar eignir eru Hólar/biskupssetur, jörðin Mælifell og Löngumýrarskóli, auk lóða sem
leigðar hafa verið úr jörðunum.
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi eru nú átta prestssetur. Prestssetursjarðir eru
Möðruvellir 1, Skinnastaður, Skútustaðir 1, Grenjaðarstaður og Laufás. Önnur prestssetur
eru Hvanneyrarbraut 45 Siglufirði, Hlíðarvegur 42 Ólafsfirði og Sunnuvegur 4 á Þórshöfn.
Aðrar eignir eru jarðirnar Háls í Fnjóskadal og Syðra-Laugaland (ásamt Brúnum úr Syðra-
Laugalandi), Dalbraut 2 á Dalvík, auk lóða sem leigðar hafa verið úr jörðunum.