Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 59
59
Varamaður tekur sæti aðalmanns í föstum þingnefndum og þarf ekki að kjósa að nýju
um sæti aðalmannsins.
17. gr.
Meðferð gagna eftir að talningu er lokið.
Að kærufresti liðnum eða eftir að yfirkjörstjórn hefur kveðið upp úrskurð sinn
varðandi kosninguna, hafi hún verið kærð, skal kjörstjórn sjá til þess að öllum atkvæðum,
dulkóðuðum og afkóðuðum, rafrænni kjörskrá og afkóðunarlyklum verði eytt úr
kosningakerfinu. Kjörstjórn tilkynnir forsætisnefnd kirkjuþings þegar eyðing gagnanna
hefur átt sér stað.
18. gr.
Uppstillingarnefnd.
Kirkjuþing kýs uppstillingarnefnd þjóðkirkjunnar. Í uppstillingarnefnd þjóðkirkjunnar
eru níu menn einn úr hverju prófastsdæmi. Kirkjuþing kýs í nefndina til fjögurra ára á
þriðja reglulega kirkjuþingi eftir síðasta kjör til kirkjuþings. Formaður og varaformaður
skulu kosnir sérstaklega úr hópi nefndarmanna. Forsætisnefnd kirkjuþings skipar þá sem
kirkjuþingsfulltrúar kusu í uppstillingarnefnd þjóðkirkjunnar.
Í uppstillingarnefnd skulu hvorki vera kirkjuþingsmenn eða varamenn þeirra né
starfsmenn eða starfsfólk í föstu, launuðu starfi hjá þjóðkirkjunni.
Uppstillingarnefnd er ályktunarhæf ef minnst 2/3 nefndarmanna mæta á fund.
Nefndinni er heimilt að nota fjarfundarbúnað í störfum sínum.
Uppstillingarnefnd færir gerðabók þar sem skrá skal meginatriði funda og ákvarðanir.
Aðsetur nefndarinnar skal vera á biskupsstofu sem sér henni fyrir aðstöðu og þjónustu.
Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist af þjóðkirkjunni.
19. gr.
Kjörstjórn þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing kýs kjörstjórn þjóðkirkjunnar. Formaður kjörstjórnar og varamaður hans
skulu kosnir sérstaklega. Í kjörstjórn eru þrír kjörstjórnarmenn og þrír varamenn þeirra
í þeirri röð sem þeir taka sæti aðalmanns. Kosning til kjörstjórnar fer fram á þriðja
reglulega kirkjuþingi eftir síðasta kjör til kirkjuþings. Forsætisnefnd kirkjuþings skipar þá
sem kirkjuþingsfulltrúar kusu í kjörstjórn þjóðkirkjunnar.
Skipunartími kjörstjórnar þjóðkirkjunnar er fjögur ár frá 1. desember það ár sem þriðja
reglulega kirkjuþing eftir síðasta kjör til kirkjuþings er haldið.
Kjörstjórnarmenn skulu hvorki vera kirkjuþingsmenn eða varamenn þeirra né vera í
föstu, launuðu starfi hjá þjóðkirkjunni.
Kjörstjórn færir gerðabók þar sem skrá skal meginatriði funda, ákvarðanir hennar svo
og úrslit kosninga.
Aðsetur kjörstjórnar er á biskupsstofu. Kjörstjórn velur sér aðstoðarmenn til að annast,
á ábyrgð kjörstjórnar, framkvæmd tiltekinna þátta í kosningu til kirkjuþings.
Kostnaður við störf kjörstjórnar greiðist af Þjóðkirkjunni.