Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 60
60 61
20. gr.
Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing kýs yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar. Í yfirkjörstjórn eru þrír menn og þrír til
vara.
Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar er kosin á þriðja reglulega kirkjuþingi eftir síðasta kjör til
kirkjuþings. Formaður skal kosinn sérstaklega og vera löglærður sem og varamaður hans.
Varamenn skulu kosnir í þeirri röð sem þeir taka sæti aðalmanns. Kjörtímabil yfir-
kjörstjórnar er í fjögur ár frá 1. desember það ár sem þriðja reglulega kirkjuþing eftir síðasta
kjör til kirkjuþings er haldið. Forsætisnefnd kirkjuþings skipar þá sem kirkjuþingsfulltrúar
kusu í yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar.
Yfirkjörstjórnarmenn skulu hvorki vera kirkjuþingsmenn eða varamenn þeirra né vera
í föstu, launuðu starfi hjá þjóðkirkjunni.
Yfirkjörstjórn færir gerðabók þar sem skrá skal meginatriði funda og ákvarðanir.
Aðsetur yfirkjörstjórnar skal vera á biskupsstofu sem sér nefndinni fyrir aðstöðu og
þjónustu.
Kostnaður af störfum yfirkjörstjórnar greiðist af þjóðkirkjunni.
21. gr.
Kærur til yfirkjörstjórnar.
Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar fer með úrskurðarvald í ágreiningsmálum vegna
kirkjuþingskosninga.
Rétt til að kæra kirkjuþingskosningu eiga allir þeir sem nutu kosningarréttar til
kirkjuþings og þeir leikmenn sem í kjöri voru en höfðu ekki kosningarrétt.
Kærur skulu berast kjörstjórn eigi síðar en einni viku eftir að úrslit kosninga liggja fyrir.
Kjörstjórn skal innan þriggja virkra daga frá móttöku kærunnar senda hana ásamt
athugasemdum sínum til yfirkjörstjórnar þjóðkirkjunnar.
Kæra má til yfirkjörstjórnar:
a. ákvarðanir kjörstjórnar vegna kjörgengis- og kjörskrármála,
b. framkvæmd kirkjuþingskosninga.
Yfirkjörstjórn eru heimil eftirfarandi úrræði:
a. að fallast á eða synja kröfu manns um kjörgengi,
b. að fallast á kröfu eða synja um að tiltekinn maður skuli ekki vera á kjörskrá,
c. að staðfesta lögmæti framkvæmdar kirkjuþingskosninga, eftir atvikum með
athugasemdum,
d. að ógilda kosningu tiltekins kirkjuþingsmanns eða kirkjuþingsmanna og leggja fyrir
kjörstjórn að endurtaka kosningu í hlutaðeigandi kjördæmi,
e. að ógilda tiltekinn þátt eða þætti í framkvæmd kirkjuþingskosninga og leggja fyrir
kjörstjórn að endurtaka þann eða þá þætti þannig að niðurstaða fáist,
f. að ógilda kirkjuþingskosningu að öllu leyti og leggja fyrir kjörstjórn að láta kjósa að
nýju.