Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 66

Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 66
66 67 Kjörstjórn sendir þeim sem eiga kosningarrétt nauðsynleg kjörgögn rafrænt: Kjörstjórn ákveður nánari framkvæmd kosninganna, en þjóðkirkjan skal sjá til þess að aðgangur sé tryggður að öruggu kosningakerfi. Tryggt skal að kosningakerfi það sem notað er sé þannig úr garði gert að ekki sé hægt að breyta atkvæði án þess að það sé greinanlegt. Óheimilt er að kanna hvernig kjósandi greiddi atkvæði í kosningakerfinu. Við atkvæðagreiðslu skal kjósandi nota almenna innskráningarþjónustu sem kjörstjórn ákveður, s.s. rafræn skilríki eða Íslykil Þjóðskrár Íslands og skal kjósandi auðkenna sig á fullnægjandi hátt áður en hann greiðir atkvæði. Kjörstjórn auglýsir á vefsvæði þjóðkirkjunnar og á öðrum fréttamiðlum hvenær kosning hefst og hvenær henni lýkur. Auglýsing skal birt a.m.k. viku áður en kosning hefst. Atkvæðagreiðsla skal standa yfir í fimm sólarhringa samfellt. Allar upplýsingar um undirbúning og framkvæmd kosninga skulu vera aðgengilegar á vefsvæði þjóðkirkjunnar, á rekstrarskrifstofu þjóðkirkjunnar og hjá próföstum. Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann merkir við nafn þess frambjóðanda sem hann kýs. Geri hann það ekki, er atkvæði hans ógilt. Sama gildir um autt atkvæði. 16. gr. Afkóðun og talning atkvæða og niðurstöður kosninga. Talning atkvæða skal hefjast innan sólarhrings frá lokum kosningar. Áður en talning hefst skulu atkvæðin afkóðuð. Kjörstjórn skal gefa þeim sem eru í kjöri kost á að hafa umboðsmenn sína viðstadda talninguna. Aðgengi að dulkóðun kosningakerfisins skal stýrt með tvískiptu leyniorði. Fulltrúi kjörstjórnar og fulltrúi forsætisnefndar kirkjuþings búa til og varðveita hvor sinn helming leyniorðsins meðan kosning varir. Áður en talning hefst koma fulltrúarnir hinu tvískipta leyniorði fyrir í afkóðunarhluta kosningakerfisins. Sá er réttkjörinn biskup Íslands eða vígslubiskup sem fær meiri hluta greiddra atkvæða. Ef enginn frambjóðandi fær meiri hluta greiddra atkvæða skal kosið á nýjan leik milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Ef fleiri en tveir fá jafnmörg atkvæði skal hlutkesti ráða um hverja tvo skuli kosið. Sá er réttkjörinn biskup Íslands eða vígslubiskup sem fær meiri hluta greiddra atkvæða. Verði atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða. 17. gr. Kærur til yfirkjörstjórnar. Yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar, sbr. starfsreglur um kjör til kirkjuþings, fer með endanlegt úrskurðarvald í ágreiningsmálum vegna kosninga samkvæmt starfsreglum þessum. Kosningu geta þeir kært sem eiga kosningarrétt. Kærur vegna kosninga skulu hafa borist kjörstjórn eigi síðar en þremur dögum eftir að atkvæði hafa verið talin. Beri síðasta dag kærufrests upp á frídag skal næsti virki dagur teljast síðasti dagur kærufrests. Kærur skulu hafa borist kjörstjórn með sannanlegum hætti fyrir kl. 16.00 á síðasta degi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.