Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 68
68 69
10. mál 2021-2022
Fluttaf forsætisnefnd
Starfsreglur um kirkjuþing.
Kirkjuþing.
1. gr.
Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar, þar með talið fjárstjórnarvald,
nema lög kveði á um annað.
Kirkjuþing markar stefnu þjóðkirkjunnar í sameiginlegum málefnum hennar, öðrum
en þeim sem lúta að kenningu kirkjunnar.
Kosið skal til kirkjuþings leynilegri kosningu til fjögurra ára í senn. Á kirkjuþingi eiga sæti
29 fulltrúar, 17 leikmenn og 12 vígðir.
Kirkjuþing kýs þingforseta úr röðum leikmanna þingsins og tvo varaforseta með sama
hætti. Saman mynda þeir forsætisnefnd þingsins. Forseti kirkjuþings boðar til þingsins.
Verkefni kirkjuþings.
2. gr.
Kirkjuþing setur starfsreglur um málefni þjóðkirkjunnar, þar á meðal um skipulag
kirkjuþings, svo sem kjör til þess, kjördæmaskipan, fjölda kirkjuþingsfulltrúa, þingsköp og
verkefni þingsins. Enn fremur samþykkir kirkjuþing ályktanir og samþykktir um málefni
þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing hefur að jafnaði frumkvæði að frumvörpum til laga um málefni
þjóðkirkjunnar og leggur til við ráðherra kirkjumála að þau verði flutt á Alþingi.
Kirkjuþing veitir umsögn og gerir tillögur um lagafrumvörp ráðherra kirkjumála um
kirkjuleg málefni sem hann hyggst flytja á Alþingi.
Kirkjuþing ábyrgist rekstur og fjármál þjóðkirkjunnar, nema starfsreglur þingsins kveði
á um annað.
Forseti kirkjuþings.
3. gr.
Forseti kirkjuþings ber ábyrgð á starfsemi og rekstri þingsins og hefur æðsta vald í
stjórnsýslu þess, eftir því sem kirkjuþing mælir nánar um.
Forseti undirbýr þinghald kirkjuþings í samráði við forsætisnefnd og stýrir störfum
þingsins skv. gildandi starfsreglum um þingsköp kirkjuþings hverju sinni.
Forseti gætir þess, í samvinnu við framkvæmdanefnd kirkjuþings, að starfsreglum,
ályktunum og öðrum samþykktum kirkjuþings sé fylgt eftir og að þær séu endurskoðaðar
eftir þörfum.
Forseti kirkjuþings skal birta starfsreglur, samþykktir og ályktanir kirkjuþings á opnum
vef kirkjunnar innan fjögurra vikna frá samþykkt þeirra.
Við birtingu starfsreglna og ályktana kirkjuþings má ekkert undan fella sem þar á að