Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 74

Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 74
74 75 Kirkjuþing kýs, samkvæmt gildandi starfsreglum eða öðrum gildandi heimildum hverju sinni, kjörstjórn og yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar. Nýkjörið kirkjuþing kýs þrjá fulltrúa í þóknananefnd kirkjunnar til fjögurra ára og jafnmarga til vara. Formaður skal kosinn sérstaklega á kirkjuþingi. Nefndin ákveður þóknun fyrir störf í ráðum, nefndum og starfshópum á vegum kirkjunnar nema annað sé ákveðið í öðrum starfsreglum. Enn fremur ákveður nefndin þingfararkaup kirkjuþingsfulltrúa. Nefndin skal birta ákvarðanir sínar um þóknanir á opnu vefsvæði þjóðkirkjunnar. Nýkjörið kirkjuþing kýs þrjá fulltrúa í Strandarkirkjunefnd og jafnmarga til vara til fjögurra ára. Nýkjörið kirkjuþing kýs til annarra þeirra nefnda og trúnaðarstarfa sem kveðið er á um í starfsreglum, samþykktum eða ályktunum frá kirkjuþingi svo og í lögum. Þá getur kirkjuþing jafnan kosið nefndir til að fjalla um sérstök mál. Nefndir samkvæmt þessari málsgrein skulu árlega gera kirkjuþingi grein fyrir störfum sínum. Forsætisnefnd gerir tillögur um fulltrúa til þeirra trúnaðarstarfa sem kosið skal til á kirkjuþingi. Það gildir þó ekki um óbundnar kosningar og ekki þegar gert er ráð fyrir tilnefningum til trúnaðarstarfa. Forsætisnefnd skal við tillögugerð sína gæta þess að fylgt sé jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar. Nefndin skal leggja tillögur sínar fram með hæfilegum fyrirvara og gæta þess að tilnefndur fulltrúi sé tilbúinn til að taka starfann að sér. Breytingartillögur við tillögur forsætisnefndar skulu hafa borist nefndinni eigi síðar en sólarhring eftir framlagningu þeirra. Þetta á þó ekki við um kjör til fastanefnda þingsins. Telji forsætisnefnd að breytingartillaga kunni að leiða til niðurstöðu sem andstæð er jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar skal forsætisnefnd skýra kirkjuþingi frá þeirri niðurstöðu sinni áður en gengið er til atkvæðagreiðslu. Við tilnefningar og kosningar til nefnda og annarra trúnaðarstarfa skal gæta ákvæða laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Jafnframt skal þess gætt að hafa hliðsjón af jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar svo og þeirra jafnréttisviðmiða sem kirkjan vill byggja á, svo sem jafnræðis kynslóða og þátttöku fulltrúa frá öllum landshlutum. V. KAFLI Þingmál. 13. gr. Þingmál skulu almennt hafa borist forseta kirkjuþings fjórum vikum fyrir upphaf þings. Þó er nægilegt að skýrslur framkvæmdanefndar þjóðkirkjunnar og um fjármál þjóð- kirkj unnar berist forseta þremur vikum fyrir upphaf þings. Ef kirkjuþingi er frestað um meira en einn mánuð er einnig heimilt að leggja fram ný þingmál fjórum vikum fyrir þann tíma að kirkjuþing, sem frestað hefur verið samkvæmt heimild í 1. gr., kemur saman að nýju. Einungis verða lögð fram þingmál skv. þessari málsgrein sem eiga rót að rekja til samþykkta á fundum kirkjuþings þess sem frestað var og telja má í rökréttu og eðlilegu samhengi við samþykktir þess þings. Að öðru leyti fer um framlagningu, kynningu og málsmeðferð samkvæmt því er greinir í starfsreglum þessum um þingmál kirkjuþings.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.