Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 74
74 75
Kirkjuþing kýs, samkvæmt gildandi starfsreglum eða öðrum gildandi heimildum
hverju sinni, kjörstjórn og yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar.
Nýkjörið kirkjuþing kýs þrjá fulltrúa í þóknananefnd kirkjunnar til fjögurra ára og
jafnmarga til vara. Formaður skal kosinn sérstaklega á kirkjuþingi. Nefndin ákveður þóknun
fyrir störf í ráðum, nefndum og starfshópum á vegum kirkjunnar nema annað sé ákveðið
í öðrum starfsreglum. Enn fremur ákveður nefndin þingfararkaup kirkjuþingsfulltrúa.
Nefndin skal birta ákvarðanir sínar um þóknanir á opnu vefsvæði þjóðkirkjunnar.
Nýkjörið kirkjuþing kýs þrjá fulltrúa í Strandarkirkjunefnd og jafnmarga til vara til
fjögurra ára.
Nýkjörið kirkjuþing kýs til annarra þeirra nefnda og trúnaðarstarfa sem kveðið er á
um í starfsreglum, samþykktum eða ályktunum frá kirkjuþingi svo og í lögum. Þá getur
kirkjuþing jafnan kosið nefndir til að fjalla um sérstök mál. Nefndir samkvæmt þessari
málsgrein skulu árlega gera kirkjuþingi grein fyrir störfum sínum.
Forsætisnefnd gerir tillögur um fulltrúa til þeirra trúnaðarstarfa sem kosið skal til á
kirkjuþingi. Það gildir þó ekki um óbundnar kosningar og ekki þegar gert er ráð fyrir
tilnefningum til trúnaðarstarfa. Forsætisnefnd skal við tillögugerð sína gæta þess að
fylgt sé jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar. Nefndin skal leggja tillögur sínar fram með
hæfilegum fyrirvara og gæta þess að tilnefndur fulltrúi sé tilbúinn til að taka starfann
að sér.
Breytingartillögur við tillögur forsætisnefndar skulu hafa borist nefndinni eigi síðar en
sólarhring eftir framlagningu þeirra. Þetta á þó ekki við um kjör til fastanefnda þingsins.
Telji forsætisnefnd að breytingartillaga kunni að leiða til niðurstöðu sem andstæð er
jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar skal forsætisnefnd skýra kirkjuþingi frá þeirri niðurstöðu
sinni áður en gengið er til atkvæðagreiðslu.
Við tilnefningar og kosningar til nefnda og annarra trúnaðarstarfa skal gæta ákvæða
laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Jafnframt skal þess gætt að hafa hliðsjón
af jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar svo og þeirra jafnréttisviðmiða sem kirkjan vill byggja á,
svo sem jafnræðis kynslóða og þátttöku fulltrúa frá öllum landshlutum.
V. KAFLI
Þingmál.
13. gr.
Þingmál skulu almennt hafa borist forseta kirkjuþings fjórum vikum fyrir upphaf þings.
Þó er nægilegt að skýrslur framkvæmdanefndar þjóðkirkjunnar og um fjármál þjóð-
kirkj unnar berist forseta þremur vikum fyrir upphaf þings.
Ef kirkjuþingi er frestað um meira en einn mánuð er einnig heimilt að leggja fram ný
þingmál fjórum vikum fyrir þann tíma að kirkjuþing, sem frestað hefur verið samkvæmt
heimild í 1. gr., kemur saman að nýju. Einungis verða lögð fram þingmál skv. þessari
málsgrein sem eiga rót að rekja til samþykkta á fundum kirkjuþings þess sem frestað var
og telja má í rökréttu og eðlilegu samhengi við samþykktir þess þings. Að öðru leyti fer um
framlagningu, kynningu og málsmeðferð samkvæmt því er greinir í starfsreglum þessum
um þingmál kirkjuþings.