Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 76
76 77
18. gr.
Við sérstakar aðstæður getur forsætisnefnd heimilað framlagningu nýs þingmáls á
þinginu. Málið verður þá ekki tekið fyrir fyrr en næsta dag.
Á hverju þingmáli skal auk flytjenda tilgreindur ákveðinn framsögumaður.
19. gr.
Ef samþykkt máls felur í sér kostnað skal áætlun um slík útgjöld og skýringar við einstaka
liði fylgja greinargerð. Greina skal kostnað í stofnkostnað og árlegan rekstrarkostnað ef
við á. Ef samþykkt máls felur í sér tekjur skal einnig gerð grein fyrir þeim. Að jafnaði skal
gerð tillaga um hvaðan fjármunir eigi að koma til greiðslu á kostnaði og hvert tekjur skuli
renna.
Umsögn rekstrarskrifstofu þjóðkirkjunnar um áætlunina skal fylgja með málinu.
20. gr.
Tvær umræður skulu fara fram um hvert þingmál með að minnsta kosti einnar nætur
millibili. Fastanefndir kirkjuþings fá þingmál til meðferðar milli umræðna. Sé meiri hluti
fastanefndar flutningsmenn máls, eða öll nefndin, skal að jafnaði vísa málinu til annarrar
fastanefndar.
Heimilt er forseta kirkjuþings, mæli enginn kirkjuþingsfulltrúi gegn því, að ákveða að
þingmál megi afgreiða með einni umræðu og án umfjöllunar fastanefndar kirkjuþings.
Skal forseti kynna þá tillögu að ákvörðun svo skjótt sem kostur er og áður en umræða
um þingmálið hefst. Heimilt er kirkjuþingsfulltrúum að óska umfjöllunar fastanefndar
kirkjuþings og seinni umræðu um málið, allt fram til þess að forseti lýsir umræðu um mál
lokið.
21. gr.
Nefndarálit og breytingartillögur nefnda skal birt kirkjuþingsfulltrúum daginn
áður en þingmál er tekið til síðari umræðu. Það skal undirritað af nefndarmönnum og
framsögumaður tilgreindur. Nefndir geta skilað áliti meiri hluta og minni hluta.
Leggi fastanefnd, meiri hluti eða minni hluti, til breytingar á þingmáli, sem gæti
varðað jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar, skal gerð grein fyrir því í nefndaráliti hvernig
jafnréttisstefnunni verði fylgt. Forsætisnefnd fer yfir þær breytingartillögur og kynnir
kirkjuþingi, ef þurfa þykir, álit sitt á því sem betur mætti fara.
VI. KAFLI
Fundarsköp.
22. gr.
Forseti kirkjuþings setur kirkjuþing að loknu helgihaldi og stýrir því í samráði við
forsætisnefnd.
23 gr.
Varaforsetar eru kjörnir á hverju reglulegu kirkjuþingi.