Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 83
83
13. mál 2020-2021
Flutt af fjárhagsnefnd
Starfsreglur um fjármál Þjóðkirkjunnar.
I. KAFLI
Fjárhagsáætlun Þjóðkirkjunnar.
1. gr.
Rekstur Þjóðkirkjunnar greiðist samkvæmt fjárhagsáætlun sem kirkjuþing samþykkir
fyrir hvert almanaksár.
Óheimilt er að inna af hendi greiðslu nema heimild sé til þess í samþykktri fjárhagsáætlun.
2. gr.
Í fjárhagsáætlun kirkjuþings skal gera ráð fyrir sérstakri fjárheimild til að bregðast við
útgjöldum sem brýna nauðsyn ber til að inna af hendi, eru tímabundin, ófyrirsjáanleg,
óhjákvæmileg og ekki er unnt að bregðast við með öðrum hætti samkvæmt starfsreglum
þessum. Fjárheimild þessi skal nema að lágmarki 1% af heildar útgjaldaliðum í
fjárhagsáætlun.
Greiðslur af fjárheimild skv. 1. mgr. eru ákvarðaðar af rekstrarskrifstofu Þjóðkirkjunnar
(hér nefnd rekstrarstofa) sem hefur, eins og kostur er, samráð við framkvæmda nefnd og fjár-
hags nefnd kirkjuþings um ráðstafanir samkvæmt 1. mgr., m.a. hvort öll skilyrði séu uppfyllt.
Sé fjárheimild skv. 1. mgr. nýtt skal gera grein fyrir því í umfjöllun um ársreikning
Þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi.
3. gr.
Mynda skal varasjóð sem safna skal í uns höfuðstóll hans verður 25% af árlegri heildar
gagngreiðslu frá ríkinu til Þjóðkirkjunnar. Skal leggja í hann a.m.k. 15% af tekjuafgangi
fjárhagsársins, að frádregnu tapi sem hefur verið flutt frá fyrra ári.
Úr varasjóðnum er heimilt að jafna tap á rekstri Þjóðkirkjunnar, sem ekki er hægt að
jafna með öðrum hætti. Greiðslur úr varasjóðnum eru ákvarðaðar af kirkjuþingi og þarf
2/3 hluta atkvæða til að hún teljist gild.
II. KAFLI
Gerð fjárhagsáætlunar.
4. gr
Rekstrarstofa Þjóðkirkjunnar, í samráði við framkvæmdanefnd og fjárhagsnefnd
kirkjuþings, undirbýr gerð fjárhagsáætlunar kirkjunnar með gerð tillagna að fjárhags-
áætlun. Skal sú vinna hefjast eigi síðar en í maí mánuði ár hvert vegna næsta árs og frumdrög
áætlunar lögð fram og kynnt framangreindum aðilum þann mánuð. Fjárlagatillögur skulu
sundurliðaðar í samræmi við ákvæði 5. og 6. gr.
Gengið skal frá fyrstu drögum að fjárhagsáætlun í júní og þær kynntar forsvarsmönnum
sviða, stofnana og sjóða.