Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 93
93
Fjölga skal sóknarnefndarmönnum, ef því er að skipta, á næsta aðalsafnaðarfundi þegar
kjör sóknarnefndarmanna á fram að fara, eftir að þeir verða 1.000 eða 4.000 hið fæsta. Nú
fækkar sóknarmönnum niður fyrir greind mörk og ákveður aðalsafnaðarfundur þá hvort
fækka skuli sóknarnefndarmönnum.
Kjósa skal a.m.k. jafnmarga varamenn og aðalmenn eru og taka þeir sæti í forföllum
aðalmanna eftir þeirri röð sem þeir voru kosnir í. Heimilt skal sóknarnefnd að kveðja
varamenn sér til liðsinnis þegar hún telur ástæðu til. Nú forfallast aðalmaður varanlega og
skal þá kosinn nýr aðalmaður út kjörtímabil sóknarnefndar.
Á tveggja ára fresti skal nokkur hluti kjörinna aðalmanna og varamanna ganga úr
nefndinni, sem hér segir:
Árið 2023 skulu einn af þremur, tveir af fimm, þrír af sjö og fjórir af níu kjörinna
aðalmanna og varamanna ganga úr nefndinni og ræður hlutkesti, nema samkomulag sé
innan nefndarinnar.
Árið 2025 skulu tveir af þremur, þrír af fimm, fjórir af sjö og fimm af níu ganga úr
nefndinni og ræður hlutkesti, nema samkomulag sé innan nefndarinnar.
Skal síðan kosið um hluta sóknarnefndar á tveggja ára fresti eftirleiðis í samræmi við 4.
og 5. mgr. ákvæðis þessa.
Verkaskipti sóknarnefndarmanna.
7. gr.
Sóknarnefnd skiptir með sér verkum formanns, gjaldkera og ritara í röðum aðalmanna
þegar eftir að kjör í sóknarnefnd hefur farið fram. Sóknarnefnd ákveður hver skuli vera
fyrsti og annar varaformaður er komi úr röðum aðalmanna. Þriðji varaformaður er sá
varamaður sem fyrst tekur sæti sem aðalmaður eftir þeirri röð sem varamenn voru kosnir í.
Sóknarnefnd ákveður að öðru leyti um verkaskipti og varamenn aðalmanna eftir því
sem þurfa þykir.
Sóknarnefnd er heimilt að kjósa úr sínum hópi framkvæmdanefnd er starfi á milli funda
sóknarnefndar. Sóknarnefnd getur ákveðið að kjósa einnig varamenn í framkvæmdanefnd
og í hvaða röð þeir taka sæti.
Víki öll sóknarnefnd aðalmanna sæti, skiptir sóknarnefnd, skipuð varamönnum,
verkum eins og þurfa þykir. Fyrsti varamaður skal þó gegna stöðu formanns.
Sóknarnefnd kýs safnaðarfulltrúa og varamann hans og ákveður verkefni er hann hafi
með höndum.
V. KAFLI
Hlutverk sóknarnefnda.
Guðsþjónusta, helgihald, trúfræðsla og rekstur.
8. gr.
Í hverri kirkjusókn er sóknarnefnd sem styður kirkjulegt starf í sókninni ásamt
sóknarpresti og starfsmönnum sóknarinnar og annast rekstur og framkvæmdir á vegum
sóknarinnar.
Sóknarnefnd skal starfa undir forystu sóknarprests og með hliðsjón af erindisbréfi hans