Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 95
95
málefni. Slíkar nefndir starfa á ábyrgð og í umboði sóknarnefndar sem setur þeim
jafnframt verklagsreglur eða erindisbréf.
Rekstur og fjármál.
13. gr.
Sóknarnefnd skal í samráði við sóknarprest gera fjárhagsáætlun fyrir hvert almanaksár
og hafa þar m.a. hliðsjón af starfsáætlun sóknarprests, annarra presta og annarra
starfsmanna sóknarinnar. Fjárhagsáætlunin skal lögð fram á aðalsafnaðarfundi til
kynningar og afgreiðslu.
Sóknarnefnd, sóknarpresti og öðrum prestum ber síðan að sinna verkefnum sínum og
halda uppi starfsemi á grundvelli samþykktrar fjárhagsáætlunar.
14. gr.
Við ráðstöfun fjármagns sóknarinnar til skamms eða langs tíma skal ávallt gæta þess
að fjárskuldbindingar vegna framkvæmda komi sem minnst niður á almennu kirkjustarfi.
Eigi að ráðast í miklar fjárfestingar eins og smíði nýrrar kirkju, safnaðarheimilis eða
hljóðfærakaup skal sóknarnefnd greina úthlutunarnefnd kirkjuþings, sbr. gildandi
starfsreglur um fjármál kirkjunnar hverju sinni, skriflega frá áformum sínum um
framkvæmdir og fjármögnun.
Sóknarnefnd er hvorki heimilt að greiða laun vegna prestsverka né styrkja það sem fellur
undir starfskostnað presta og prófasta, samkvæmt gildandi reglum eða kjarasamningum
hverju sinni. Þó er sóknarnefnd heimilt að leggja starfandi prestum til skrifstofuaðstöðu
ef sóknin hefur bolmagn til þess án þess að það bitni á safnaðarstarfinu.
Ef fjárhag sókna er stefnt í tvísýnu með miklum hallarekstri eða skuldasöfnun þannig
að það hamli eðlilegu safnaðarstarfi, eða er óstarfhæf, er framkvæmdanefnd kirkjuþings
heimilt að grípa inn í reksturinn, t.d. með skipun fjárhaldsmanns eða eftirlitsnefndar.
15. gr.
Sóknarnefnd er óheimilt að efna til fjárskuldbindinga með persónulegum ábyrgðum
einstaklinga.
16. gr.
Sóknarnefnd getur ekki veðsett eignir sóknarinnar nema með samþykki safnaðarfundar.
17. gr.
Sóknarnefnd sér til þess að bókhald sé fært í samræmi við lög og noti samræmt reikn-
ings form við uppsetningu ársreiknings, sem rekstrarskrifstofa Þjóðkirkjunnar leggur til.
18. gr.
Sóknarnefnd sér til þess að ársreikningur sóknar sé gerður fyrir hvert almanaksár.
Ársreikningurinn skal áritaður af sóknarnefnd, endurskoðaður af kjörnum skoðunar-
mönnum eða endurskoðanda og lagður fram á aðalsafnaðarfundi til kynningar og af-