Gerðir kirkjuþings - 2021, Qupperneq 96
96 97
greiðslu og síðan sendur rekstrarskrifstofu Þjóðkirkjunnar. Heimilt er framkvæmdanefnd
kirkjuþings að fela próföstum að kalla eftir ársreikningum sókna.
Framkvæmdanefnd kirkjuþings getur ákveðið lokafrest sem sóknir hafa til að skila
ársreikningi. Sé ársreikningi ekki skilað innan tilskilins frests getur nefndin óskað eftir
að sóknargjald viðkomandi sóknar renni inn á sérgreindan biðreikning Þjóðkirkjunnar.
Sóknargjald greiðist sókninni þegar löglegum ársreikningi hefur verið skilað.
19. gr.
Ef sóknarnefnd fer með stjórn kirkjugarðs, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga um kirkjugarða,
greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993, skal halda fjárhag kirkjugarðs algerlega aðgreindum
frá fjárhag sóknar.
Starfsmannamál.
20. gr.
Sóknarnefnd, í samráði við sóknarprest, ræður starfsmenn sóknarinnar.
21. gr.
Auglýsa skal laus störf hjá sókninni með tveggja vikna umsóknarfresti hið minnsta.
Auglýsing skal birtast í prentuðum fjölmiðli og á vef kirkjunnar.
Í auglýsingu skal m.a. tiltekið:
a) hvernig ráðningarkjör eru,
b) hvenær umsóknarfrestur rennur út,
c) hvert umsóknin skuli send,
d) að veitt sé heimild til að afla sakarvottorðs.
22. gr.
Ráðningarsamningur starfsmanna skal vera skriflegur og með gagnkvæmum þriggja
mánaða uppsagnarfresti, en mánaðar uppsagnarfresti á fyrstu þremur mánuðum í starfi.
Sóknarnefnd í samráði við sóknarprest semur starfslýsingu fyrir þessa starfsmenn.
23. gr.
Óheimilt er að ráða til starfa einstakling til að sinna börnum og ungmennum undir 18 ára
aldri, sem hlotið hefur refsidóm vegna brota á eftirtöldum lagabálkum: barnaverndarlögum,
nr. 80/2002 almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, þ.e.: kynferðisbrot skv. 22. kafla, önnur
ofbeldisbrot skv. 23. kafla, þó einungis refsidóma síðustu fimm ár vegna brots skv. 217. gr.
um minniháttar líkamsmeiðingar, brot gegn frjálsræði manna skv. 24. kafla fíkni efna brot
skv. 173. gr. a., lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, þ.e. refsidóm síðustu fimm ár.
Ofangreint ákvæði nær einnig til sjálfboðaliða sem starfa með börnum og ungmennum
undir 18 ára aldri hjá sókn. Sóknarnefnd skal óska eftir samþykki allra, sem sækjast eftir
starfi, launuðu, sjálfboðnu eða í verktöku, til þess að fá aðgang að upplýsingum úr sakaskrá
viðkomandi hvað varðar ofangreindar tegundir brota. Synji umsækjandi um heimild er
óheimilt að ráða hann til starfa.