Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 102
102 103
Vígslubiskup í Skálholti er formaður áheitasjóðs Þorláks helga og formaður Þingavalla-
kirkju nefndar. Hann starfar með stjórn Skálholts og stjórn Skálholtsfélagsins nýja,
Verndar sjóði Skálholtsdómkirkju, stjórn Sumartónleika í Skálholti og öðrum aðilum sem
starfa í Skálholti.
Vígslubiskup á Hólum er formaður Hólanefndar, sem ber ábyrgð á Hóladómkirkju og
Auðunarstofu. Hann er formaður stjórnar Guðbrandsstofnunar sem er samstarfsvettvangur
þjóðkirkjunnar, Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands um menningarstarfsemi á Hólum.
6. gr.
Vígslubiskup á sæti í ráðgjafarnefnd um kenningarleg málefni.
Vígslubiskup situr biskupafund sem biskup Íslands kallar til skv. starfsreglum um
biskupafund.
Vígslubiskup situr almenna prestastefnu.
Vígslubiskup situr kirkjuþing með málfrelsi og tillögurétt.
Vígslubiskup situr prófastafund sem biskup Íslands boðar.
Vígslubiskup situr fundi nefnda og ráða á vegum kirkjuþings þegar málefni viðkomandi
biskupsstóls eða embættis eru rædd.
Vígslubiskup skal sitja héraðsfundi í umdæmi sínu sem prófastur boðar til.
7. gr.
Vígslubiskup skal annast sáttaumleitanir í umdæmi sínu þegar trúnaðarmönnum eða
starfsmönnum kirkjunnar, launuðum jafnt og ólaunuðum, vígðum jafnt og leikum, hefur
ekki tekist að jafna ágreining sín á milli og sættir hafa ekki tekist í meðförum prófasts
eða hann sagt sig frá málinu. Honum er heimilt að kalla til aðstoðar fagfólk á sviði sem
ágreiningsmál varðar.
Vígslubiskup skilar biskupi Íslands áliti að sáttaumleitan lokinni.
8. gr.
Vígslubiskupar skulu hvor um sig hafa fasta búsetu í umdæmum sínum á hinum fornu
stólum í Skálholti í Biskupstungum og á Hólum í Hjaltadal.
9. gr.
Vígslubiskup veitir úrlausn í málum sem prófastar vísa til hans.
10. gr.
Vígslubiskup er biskupi Íslands til aðstoðar um kirkjuleg málefni. Hann annast
biskupsverk að ósk biskups Íslands og í umboði hans, svo sem að vígja presta, djákna,
kirkjur og kapellur.
Vígslubiskup hefur í umboði biskups Íslands tilsjón með að stefnumörkun kirkjunnar
sé framfylgt hvað varðar helgihald, boðun, fræðslu og kærleiksþjónustu kirkjunnar í
umdæmi sínu.
Vígslubiskup hefur tilsjón með starfsmannahaldi einkum hvað varðar handleiðslu,