Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 106
106 107
4. gr.
Prófastsdæmin eru flokkuð í þrjá flokka eftir mannfjölda og umfangi:
A flokkur: Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Kjalar-
ness prófastsdæmi. Í þessum prófastsdæmum skulu vera héraðsprestar eftir aðstæðum
í fullu- eða hlutastarfi.
B flokkur: Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og Suðurprófastsdæmi. Í þessum
prófastsdæmum eru að jafnaði ekki héraðsprestar nema biskup meti sérstaka þörf
fyrir slíka þjónustu. Sömuleiðis geta prestar prófastsdæmisins gengt ákveðnum héraðs-
prestsskyldum auk prófastanna.
C flokkur: Vesturlandsprófastsdæmi, Vestfjarðaprófastsdæmi, Húnavatns- og Skaga-
fjarðar prófastsdæmi og Austfjarðaprófastsdæmi. Í þessum prófastsdæmum eru ekki
héraðs prestar en prestar prófastsdæmisins geta auk prófastanna gegnt ákveðnum
héraðs prestsskyldum.
Í A og B flokkum er embætti prófasts að jafnaði fullt starf en í flokki C skal prófastur
einnig gegna annarri prestsþjónustu og/eða öðrum viðbótarskyldum samkvæmt nánari
ákvörðun biskups.
5. gr.
Embætti prófasts skal auglýst með sambærilegum hætti og önnur prestsembætti.
Gerðar skulu sérstakar hæfniskröfur sem lúta að þekkingu og reynslu af stjórnunar- og
skipulagsstörfum, sem og af handleiðslu, sálgæslu og öðrum mannauðsmálum.
Biskup ræður prófast úr hópi umsækjenda að fenginni umsögn þriggja manna
ráðgjafanefndar sem er skipuð einum fulltrúa biskups Íslands, einum fulltrúa guðfræði-
og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands og einum fulltrúa tilnefndum af Prófastafélagi
Íslands. Einnig getur biskup leitað umsagnar þjónandi presta, djákna og formanna
sóknarnefnda í prófastsdæminu.
6. gr.
Biskup setur annan prest í prófastsdæminu eða nágrannaprófast til að gegna
prófastsembætti um stundarsakir ef sérstaklega stendur á svo sem vegna lengri fjarveru,
leyfis eða veikinda prófasts, prófasts missir við, eða er veitt lausn um stundarsakir.
Annars leysir prestur, kosinn í héraðsnefnd, prófast af í hefðbundnum fríum og til vara
varamaður hans í héraðsnefnd.
7. gr.
Reglur um sérstakt hæfi kirkjuþingsfulltrúa gilda um störf prófasta. Biskup sker úr um
hvort um vanhæfi er að ræða. Víki prófastur sæti í tilteknu máli vegna vanhæfis setur
biskup prófast til að fara með málefni það sem um er að tefla.
8. gr.
Prófastur fylgist með því að réttur kirkjunnar sé virtur í hvívetna.