Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 108
108 109
14. gr.
Prófastur skipuleggur starf héraðsprests í samráði við biskup og héraðsnefnd.
Héraðsprestur starfar undir stjórn prófasts.
15. gr.
Prófastur setur nýja presta í embætti og afhendir þeim embættisbækur og gögn að boði
biskups.
Prófastur ber ábyrgð á síðari hluta starfsþjálfunar eftir að óvígður kandídat hefur fengið
embætti í prófastsdæmi hans, sbr. 4. gr. í starfsreglum um þjálfun prestsefna nr. 788/2002,
með síðari breytingum.
16. gr.
er formaður héraðsnefndar, sbr. 8. gr. starfsreglna um héraðsfundi og héraðsnefndir nr.
982/2020. Hann tekur við erindum og fyrirspurnum til úrlausnar og annast að öðru leyti
þá stjórnsýslu sem honum er falin samkvæmt starfsreglunum.
17. gr.
Prófastur er formaður stjórnar héraðssjóðs, sbr. 11. gr. starfsreglna um héraðsfundi og
héraðsnefndir nr. 982/2020.
Prófastur hefur vörslur og annast gjafa- og líknarsjóði í prófastsdæmi ef því er að skipta
og gerir árlega reikningsskil til kjörinna endurskoðenda.
18. gr.
Prófastur fer, ásamt biskupi Íslands, með yfirstjórn kirkjugarða í prófastsdæminu, sbr.
lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993, með síðari breytingum, og sinnir
öðrum lögboðnum skyldum samkvæmt þeim lögum.
19. gr.
Prófastur annast um þær úttektir í prófastsdæminu sem hér greinir:
a) Úttekt á nýbyggðri kirkju og eignum hennar svo og þegar kirkja hefur verið
endurbyggð.
b) Úttekt á kirkju þegar hún hefur verið afhent söfnuði.
c) Úttekt á prestssetri við starfslok sóknarprests eða prests og við afhendingu
prestsseturs til viðtakandi sóknarprests, prests eða þjóðkirkjunnar.
d) Úttekt á prestssetri þegar gagngerar endurbætur hafa átt sér stað þar eða þegar þess
er óskað af lögbærum aðilum.
e) Úttekt á kirkju, sem lögð er niður eða réttarstöðu hennar er breytt, sbr. starfsreglur
um kirkjur og safnaðarheimili.
20. gr.
Prófastur hefur tilsjón með prestssetrum, kirkjum, kirkjueignum og kirkjugörðum
og grafreitum. Í eftirlitsskyldu prófasts felst að hann gætir þess að réttindi gangi ekki