Gerðir kirkjuþings - 2021, Qupperneq 109
109
undan, að umgengni sé góð og að rekstur og öll meðferð og afnot eigna séu við hæfi og
samkvæmt lögum og reglum. Prófastur beitir sér fyrir því að hlutaðeigandi vörslumaður
eða umráðandi bæti úr ef annmarkar þykja vera á meðferð réttinda og eigna samkvæmt
framanskráðu. Ef tilmælum prófasts er ekki sinnt sendir prófastur biskupi málið til
úrlausnar.
21. gr.
Prófastur vísiterar prestaköll, söfnuði, kirkjur, kapellur, kirkjugarða og grafreiti reglu-
bundið. Við skipulag vísitasía sinna gætir prófastur samræmis við ákvörðun biskupafundar
um skipulag á vísitasíum biskups Íslands og vígslubiskupa. Prófastur vísiterar einnig þegar
þess er sérstaklega óskað svo sem vegna meiri háttar framkvæmda á vegum safnaða eða
vegna sérstakra viðburða svo sem kirkjuhátíða.
Prófastur heldur vísitasíubók sem varðveitir kirkjulýsingar og munaskrá og sendir
biskupi endurrit úr henni að lokinni vísitasíu sem og fundargerðir.
22. gr.
Á vísitasíum skal prófastur annast eftirlit með kirkjum og eignum þeirra, kapellum,
kirkjugörðum, grafreitum og prestssetrum og geta um ástand þeirra. Prófastur skal kanna
kirkjusókn, helgihald, sálgæslu, kærleiksþjónustu, barna og æskulýðsstarf, fræðslumál
og annað safnaðarstarf. Hann skal kanna samskipti presta, sóknarnefnda, starfsfólks
og safnaðar. Hann skal hafa eftirlit með því að prestsþjónustubækur og gjörðabækur
sóknarnefnda séu samviskusamlega færðar.
Prófastur skal styðja sérstaklega þá aðila, sem getið er í 3. málslið 1. mgr. í þjónustu
sinni og safnaðarstarfi. Hann skal veita þeim leiðsögn og hvatningu og leiðbeina um góða
starfshætti. Prófastur annast um að misfellum í þeim efnum, sem getið er 1. mgr. sé komið
í rétt horf og gera biskupi viðvart ef tilefni er til.
23. gr.
Prófastur veitir kirkjustjórninni umsögn um tiltekin málefni ef óskað er eða vekur
athygli kirkjustjórnar á málefni að eigin frumkvæði telji hann það nauðsynlegt, þ.m.t. mál
er varða almennt framtíðarskipulag kirkjustarfs.
24. gr.
Prófastur áritar prestþjónustubækur og gerðabók sóknarnefnda og safnaðarfunda, sbr.
starfsreglur um sóknarnefndir.
25. gr.
Prófasti er skylt að mæta á árlegan prófastafund er biskup boðar.
26. gr.
Prófasti ber að annast um:
a) að biskupi Íslands berist árlega skýrslur úr öllum prestaköllum prófastsdæmisins,