Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 110
110 111
b) að biskupi berist ársreikningar sókna, kirkjugarða og þeirra kirkjumiðstöðva sem í
prófastsdæminu eru,
c) skýrslugerð og upplýsingamiðlun til kirkjustjórnarinnar,
d) að halda skrá um allar sóknarnefndir og safnaðarfulltrúa, kjörnefndir og starfsmenn
safnaða og gera biskupi viðvart um allar breytingar,
e) að færa bréfabók,
f) að halda vísitasíubók, sbr. 21. gr.
g) staðfesta akstursbækur presta hafi biskup falið próföstum það.
h) upplýsingamiðlun til sóknarprests og kjörprests um leysing sóknarbands og
afturköllun hennar samkvæmt gildandi starfsreglum um sóknir og sóknarnefndir
hverju sinni
27. gr.
Prófastur skal annast sáttaumleitanir innan prófastsdæmisins þegar trúnaðarmönnum
eða starfsmönnum, launuðum jafnt og ólaunuðum, vígðum jafnt og leikum, hefur ekki
tekist að jafna ágreining sín á milli.
Prófastur skal ljúka sáttaumleitan sinni að jafnaði innan fjögurra vikna. Sé mál á hendi
annarra kirkjulegra aðila á þeim tíma eða til meðferðar fyrir dómstólum skal prófastur
ekki hafa frekari aðkomu að því.
Prófastur skal skila vígslubiskupi skriflegu áliti ef sættir takast ekki.
28. gr.
Prófastur skal hafa eftirlit með því, að prestar skili embættisskýrslum til Þjóðskrár
Íslands
29. gr.
Prófastur tekur við og varðveitir skrá frá Minjastofnun Íslands um friðlýsta gripi hverrar
kirkju og minningarmörk í kirkjugörðum, sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012, með
síðari breytingu.
30. gr
Ef starf prests getur fallið undir tvö eða fleiri prófastsdæmi, prestur starfar erlendis eða
óljóst þykir að öðru leyti undir hvaða prófastsdæmi embætti fellur, ákveður biskup undir
hvaða prófastsdæmi viðkomandi embætti heyrir.
31. gr.
Starfsreglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 8. gr. laga um þjóðkirkjuna
nr. 77/ 2021, öðlast gildi við birtingu a opnum vef þjóðkirkjunnar. Jafnframt falla brott
starfsreglur um prófasta nr. 966/2006 frá sama tíma.
Ákvæði til bráðabirgða:
Öll prófastsstörf verða lögð niður í núverandi mynd frá og með 30. apríl 2022 og