Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 118
118 119
2. Lögmælt tilsjón með söfnuðum og vígðri þjónustu.
3. Aðstoð við öflun fjár til starfseminnar og undirbúning samningsgerðar um stöðugildi
við hlutaðeigandi aðila, ráðuneyti, innlendar stofnanir, kirkjuleg stjórnvöld erlendis
og íslenska söfnuði.
4. Kynningu á starfseminni jafnt innan kirkjunnar sem utan.
5. Önnur verkefni eftir nánari ákvörðun biskups.
6. gr.
Umfang og kostun þjónustu o.fl.
Biskup ákveður hvar skuli veita þjónustu djákna eða presta meðal Íslendinga erlendis
með þeim fjárhagsskorðum sem settar eru í 2. mgr.
Til þjónustu íslensku þjóðkirkjunnar erlendis er heimilt að nýta það fjárframlag sem
kirkjuþing ákveður til starfseminnar ár hvert. Ennfremur er heimilt að nýta fjárframlög
sem einstakir söfnuðir kjósa að leggja til þjónustunnar við viðkomandi söfnuð.
Heimilt er að ákvarða og greiða starfstengdan kostnað og annan kostnað en laun í mynt
þess lands þar sem viðkomandi djákni eða prestur starfar.
7. gr.
Ráðningar og starfslok.
Um ráðningar djákna og presta í störf fyrir íslensku þjóðkirkjuna erlendis fer samkvæmt
starfsreglum um djákna nr. 738/1998 og starfsreglum um ráðningar í preststörf og starfslok
nr. 144/2016 eftir því sem við á.
Umsækjendur um störf fyrir íslensku þjóðkirkjuna erlendis skulu uppfylla almenn
lögmælt skilyrði til ráðningar í starf djákna eða prests. Að jafnaði skal einnig miða við
að umsækjendur hafi góða tungumálakunnáttu, mikla færni í mannlegum samskiptum,
menningarlæsi og aðlögunarhæfni, svo og reynslu af barna- og æskulýðsstarfi. Æskilegt er
að umsækjendur hafi sérþekkingu og menntun á sviði sálgæslu.
Ef starf eða stöðugildi er samstarfsverkefni íslensku þjóðkirkjunnar og ráðuneytis og/
eða ríkisstofnunar, þá skulu samstarfsaðilar tilnefna fulltrúa sína til að gegna ráðgefandi
hlutverki gagnvart matsnefnd um hæfni umsækjenda, sbr. 4. mgr. 5. gr. starfsreglna nr.
144/2016. Með sama hætti skal söfnuði ávallt boðið að tilnefna ráðgefandi fulltrúa.
8. gr.
Samráðsfundur íslensku þjóðkirkjunnar erlendis.
Biskup Íslands, eða tilnefndur fulltrúi hans, kallar að jafnaði annað hvert ár til
samráðsfundar íslensku þjóðkirkjunnar erlendis. Fundurinn skal vera samstarfs- og
samráðsvettvangur um hvaðeina er lýtur að þjónustu þjóðkirkjunnar á erlendri grund,
stefnumótun og fjáröflun.
Heimilt er að halda samráðsfundi með stafrænum hætti þegar slíkt þykir henta betur,
t.d. sökum kostnaðarsjónarmiða eða ferðatakmarkana.
Til fundarins skal bjóða fulltrúum frá hverjum söfnuði íslensku kirkjunnar erlendis.