Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 127

Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 127
127 trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands; eða þann, sem er ríkisfangslaus, og er utan þess lands, þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur, og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, hverfa aftur þangað“ (Flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 2. töluliður A, 1. gr.). Málefni innflytjenda og flóttafólks skarast að nokkru leyti því að í báðum hópum eru útlendingar sem flust hafa til Íslands. Í öðrum hópnum eru innflytjendur sem hafa frelsi og tækifæri til að byggja líf sitt upp og skapa sér framtíð hér á landi og kvótaflóttafólk sem boðið hefur verið til landsins og nýtur stuðnings ríkis- og sveitafélaga í eitt ár. Annað flóttafólk, eins og umsækjendur um alþjóðlega vernd eða hælisleitendur, eru aftur á móti í mjög erfiðum aðstæðum því að fótunum hefur verið kippt undan lífsafkomu þeirra og öryggi og eru þeir hér í óvissu um hvort þeir fái dvalarleyfi eða verði vísað úr landi. Það er því grundvallarmunur á stöðu innflytjenda og flóttafólks, sérstaklega hælisleitenda, og því er mikilvægt að þjóðkirkjan taki sérstakt tillit til umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þessir hópar eiga þó ýmislegt sameiginlegt. Í þeim báðum er fólk af erlendum uppruna sem þarf að takast á við að læra nýtt tungumál, skilja nýja menningu, glíma við fordóma og lög og reglur er varða stöðu þeirra og réttindi. Undanfarin ár hefur þjóðkirkjan látið þennan málaflokk meira til sín taka og brýnt er að hún að styrkist sem sjálfstæður aðili á þessu sviði og standi vörð um mannúð og mannréttindi í málefnum þeirra. I. KAFLI Þjóðkirkjan og málefni innflytjenda 1. Tilgangur Bæta þarf þjónustu þjóðkirkjunnar við fólk með erlendan bakgrunn og skapa með því lifandi samfélag sem endurspeglar fjölbreytileika íslensks þjóðfélags. 2. Hlutverk þjóðkirkjunnar í málefnum innflytjenda • Þjóðkirkjan er opin öllum íbúum Íslands og þeim sem dvelja hér á landi. • Þjóðkirkjan nálgast innflytjendur með því að bjóða upp á fjölbreytt helgihald á ýmsum tungumálum og birtir upplýsingar um starf safnaðanna á erlendum tungum. • Þjóðkirkjan er alþjóðleg og tekur vel á móti kristnum bræðrum og systrum hvaðanæva að úr heiminum og býður upp á þjónustu sem miðast við þarfir þeirra. • Þjóðkirkjan leggur sitt af mörkum til að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi og Íslendingum að aðlagast innflytjendum. • Þjóðkirkjan styður starf Alþjóðlega safnaðarins í Breiðholtskirkju sem átaksverkefni til að ná til innflytjenda og flóttafólks (sjá VI. Kafla). 3. Leiðarljós Til að gera það að veruleika að þjóðkirkjan verði lifandi samfélag þar sem Íslendingar og fólk með erlendan bakgrunn á samfélag saman er gott að hafa að leiðarljósi ákveðin atriði. Þeirra á meðal eru:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.