Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 135
135
annars starfsfólks þjóðkirkjunnar svo hún geti betur komið að stuðningi við einstaklinga
og fjölskyldur.
II. Aðgerðaráætlun – almenningur.
Til að framfylgja vímuvarnastefnunni beitir þjóðkirkjan eftirfarandi vinnulagi:
1. Kirkjan komi til móts við áfengis- og vímuefnasjúka og aðstandendur þeirra, veiti
þeim sálgæslu og styðji þau til að leita sér meðferðar eða annarrar hjálpar þegar við á.
2. Ávallt verði kærleikur og virðing höfð að leiðarljósi þegar fengist er við fjölskyldu-
sjúkdóminn, áfengis- og vímuefnasýki.
3. Forvarnir/fræðsla. Forvarnir vegna áfengis- og vímuefna verði hluti af fræðslu
í ferm ingar undirbúningi og æskulýðsstarfi. Sú fræðsla sé samræmd innan allra
safnaða og taki einnig mið af stöðu aðstandenda.
4. Fræðsluefnið sé unnin af prestum eða öðrum sem búa yfirfaglegri þekkingu
ogreynslu af áfengis- og vímuefnamálum. Í sumarlok ár hvert standi þjóðkirkjan að
námskeiði þar sem sett er fram fræðsla um efnið. Þannig að hægt verði að taka tillit
til þess við undirbúning komandi fermingarfræðslu.
5. Fjölskyldu- og sálgæsluþjónusta kirkjunnar verði ráðgefandi fyrir biskup Íslands
og auk þess leiðandi í þeirri þjónustu er hér um ræðir, enda sé þar innandyra
sérfræðingur á sviði áfengis- og vímuefnamála. Þannig geti þjóðkirkjan veitt
einstaklingum og fjölskyldum aðstoð og sálgæslu vegna erfiðleika, þjáningar og
sorgar sem hlýst af áfengisneyslu og vímuefnanotkun.
6. Þjóðkirkjan stefni á að koma á fót starfi Áfengis- og vímuvarnaprests sem er prestur
með faglega þekkingu og reynslu á sviðinu. Hlutverk áfengis- og vímuvarnarprests
yrði auk þess að vera biskupi Íslands til ráðgjafar að sinna fræðslu fyrir vígða þjóna og
annað starfsfólk kirkjunnar, sinna forvörnum, vera tengiliður við meðferðarstofnanir
og eiga í samvinnu við Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.
• Eiga reglulegt samtal við presta til viðrunar og stuðnings um mál sem þau eru að
fást við tengt áfengis- og vímuefnamálum.
• Fara inn á meðferðarstöðvar með fyrirlestra um mál tengd sálgæslu og áfengis-
og vímuefnasýki. Sinna sálgæslu á meðferðarstofnunum í samráði við slíkar
stofnanir.
• Sinna sálgæslu við áfengis- og vímuefnasjúka og aðstandendur þeirra.
• Kynna og taka þátt í Æðruleysismessum og leggja áherslu á að þær verði
samræmdar og útbreiddar eins og kostur er.
• Vera stuðningur við vígða þjóna sem eiga við áfengis- og vímuefnasýki að stríða.
• Stuðla að og styðja við bænahópa, kyrrðarstundir, biblíulestur, spora og
fræðslufundi fyrir 12 spora fólk.
III. Aðgerðaráætlun – Söfnuðir.
1. Reglur um áfengisnotkun í húsnæði kirkjunnar.
Hvatt er til þess að sett séu heilbrigð viðmið um áfengisnotkun í húsnæði kirkjunnar.
Má þar nefna útleigu safnaðarheimila.