Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 136
136 137
Hvatt er til þess að nota óáfengt vín eða vínberjasafa við altarisgöngur þar sem börn og
ungmenni og óvirkir alkóhólistar þiggja sakramentið (sjá Samþykktir um innri málefni
kirkjunnar, VI. kafla, gr.11.).
2. 12 spora fundir í húsnæði kirkjunnar.
Sóknir og söfnuðir verði hvött til að taka vel á móti og bjóða AA- og Al-anon samtökunum
aðstöðu fyrir fundi í safnaðarheimilum og öðru rými kirkjunnar. Skráðar reglur um ábyrgð
á umgengni og öryggi séu lagðar fram. Einnig er hvatt til að komið verði á laggirnar bæna-,
spora- og fræðslu hóp(um), kyrrðar- hugleiðslu- og slökunar stundum fyrir 12 spora fólk.
3. Öryggi og þekking innan sókna og safnaða.
Þjóðkirkjan mun ávallt styðja starfsfólk kirkjunnar og safnaða til að takast á við
áfengis- og vímuefnavanda sinn. Biskup Íslands ber ábyrgð á því að vígðir þjónar og aðrir
er starfa að fræðslu, ráðgjöf og sálgæslu innan kirkjunnar fái reglulega fræðslu um áfengis-
og vímuefnamál, fræðslu um nálgun og stuðning vegna þjónustu þeirra við áfengis- og
vímuefnasjúka og aðstandendur þeirra. Fræðsla og ráðgjöf verði unnin í samráði við
fagaðila á sviði áfengis- og vímuefnamála. Hluti af starfsþjálfun prests- og djáknaefna
felist í fræðslu um áfengis- og vímuefnamál.
Færni vígðra þjóna verði styrkt í samhengi við áfengis- og vímuefnamálin.
IV. Aðgerðaráætlun – þjóðkirkjan.
(Lokaður kafli eingöngu ætlaður fyrir starfsfólk, vígða þjóna, prests- og djáknaefni og
starfsfólk Biskupsstofu).
Vígðum þjónum og starfsfólki þjóðkirkjunnar er með öllu óheimilt að neyta og vera
undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna við störf sín. Biskup Íslands ber ábyrgð
gagnvart því að vígðir þjónar og starfsfólk þjóðkirkjunnar fái aðstoð og leiðbeiningar til
að vinna úr vanda er tengist notkun áfengis og vímuefna.
1. Verklagsreglur.
Eftirfarandi verklagsreglur gilda um áfengis- og vímuefnavanda vígðra þjóna og annars
starfsfólks þjóðkirkjunnar:
2. Ábyrgð og eftirfylgni.
Biskup Íslands ber ábyrgð á því að starfsmenn verði upplýstir og verklag sé innleitt
ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt. Starfsmenn bera
ábyrgð á því að fara eftir verklagi.
3. Framkvæmd.
Vakni grunur um áfengis- eða vímuefnavandi hjá vígðum þjóni eða starfsmanni
þjóðkirkjunnar er hægt að leita ráðgjafar um vandann hjá biskupi eða mannauðsstjóra.
Boða skal til fundar sem allra fyrst þar sem viðkomandi starfsmaður hefur þá rétt á að hafa
trúnaðarmann sinn með (t.d. frá viðkomandi stéttarfélagi).