Gerðir kirkjuþings - 2021, Qupperneq 143
143
38. mál 2021-2022
Flutt af forsætisnefnd.
Málið var dregið til baka.
Tillaga að starfsreglum um rekstrarskrifstofu þjóðkirkjunnar.
1. gr.
Rekstrarskrifstofa þjóðkirkjunnar, í starfsreglum þessum nefnd rekstrarstofa, starfar í
umboði kirkjuþings.
Framkvæmdanefnd kirkjuþings, sbr. gildandi starfsreglur um kirkjuþing hverju
sinni, lítur eftir starfi rekstrarstofunnar í samræmi við gildandi starfsreglur, samþykktir
kirkjuþings og stefnumörkun.
2. gr.
Hlutverk rekstrarstofunnar er að fylgja eftir starfsreglum, stefnum, ályktunum,
áætlunum og öðrum samþykktum kirkjuþings hverju sinni.
Rekstrarstofan sinnir allri almennri þjónustu við yfirstjórn þjóðkirkjunnar sem og við
starfseiningar á ábyrgðarsviði biskups, eftir því sem við á.
Rekstrarstofan sinnir annarri þjónustu s.s. við söfnuði, starfsfólk þjóðkirkjunnar og
aðra kirkjulega aðila, eftir því sem kirkjuþing mælir fyrir um.
3. gr.
Rekstrarstofan hefur, auk þess er greinir í 1. gr., eftirtalin verkefni með höndum:
a. Fjármál og fasteignir þjóðkirkjunnar.
Rekstrarstofan fylgir eftir gildandi starfsreglum og stefnumörkun um fjármál og
fasteignir þjóðkirkjunnar hverju sinni. Rekstrarstofan skal árlega semja tillögu að
fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar til framlagningar á kirkjuþingi og fylgir samþykktri áætlun
eftir.
Rekstrarstofan hefur umsjón og eftirlit með húsnæði því þar sem yfirstjórn
þjóðkirkjunnar, þ.e. kirkjuþing, biskupsstofa og rekstrarstofa hafa aðsetur. Jafnframt
annast rekstrarstofan almennt skrifstofuhald fyrir yfirstjórn kirkjunnar.
Aðrir kirkjulegir aðilar geta haft aðsetur í húsnæði yfirstjórnarinnar og notið þar
þjónustu, eftir nánara samkomulagi þar að lútandi.
b. Launamál.
Rekstrarstofan annast launaumsýslu vegna starfsfólks þjóðkirkjunnar. Enn fremur er
rekstrarstofunni heimilt að annast launaumsýslu fyrir aðra lögaðila innan kirkjunnar,
samkvæmt þjónustusamningum þar að lútandi.
c. Innviðir og önnur verkefni.
Rekstrarstofan sér til þess að nauðsynlegir innviðir séu til staðar hverju sinni, s.s. á
sviði upplýsingatækni, skjalastjórnunar og aðrir þeir innviðir sem tryggja árangursríkan,
hagkvæman og traustan rekstur þjóðkirkjunnar.