Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 149
149
42. mál 2021-2022
Flutt af forsætisnefnd
Starfsreglur um kirkjuþing unga fólksins.
I. Hlutverk og skipulag.
1. gr.
Biskup Íslands boðar til kirkjuþings unga fólksins í samráði við forseta kirkjuþings.
Þingið skal haldið árlega á tímabilinu ágúst fram í maí og starfi í tvo daga yfir helgi.
Þingmál skulu hafa borist þingfulltrúum a.m.k. fimm virkum dögum fyrir þingdag.
2. gr.
Hlutverk kirkjuþings unga fólksins er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í
þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan. Kirkjuþing unga fólksins er vettvangur
ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar.
3. gr.
Biskupsstofa annast undirbúning kirkjuþings unga fólksins í samvinnu við stjórn
Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar sem kýs verkefnisstjóra til að annast framkvæmd
þingsins.
II. Þingfulltrúar.
4. gr.
Á kirkjuþingi unga fólksins eiga sæti fulltrúar prófastsdæmanna og KFUM og KFUK
með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt; alls 29 fulltrúar samkvæmt eftirfarandi:
a) Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, 3 æskulýðsleiðtogar og 2 ungmenni.
b) Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, 3 æskulýðsleiðtogar og 2 ungmenni.
c) Kjalarnessprófastsdæmi, 3 æskulýðsleiðtogar og 2 ungmenni.
d) Vesturlandsprófastsdæmi, 1 æskulýðsleiðtogi og 1 ungmenni.
e) Vestfjarðaprófastsdæmi, 1 æskulýðsleiðtogi og 1 ungmenni.
f) Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, 1 æskulýðsleiðtogi og 1 ungmenni.
g) Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, 2 æskulýðsleiðtogar og 1 ungmenni. h)
Austurlandsprófastsdæmi, 1 æskulýðsleiðtogi og 1 ungmenni.
i) Suðurprófastsdæmi, 2 æskulýðsleiðtogar og 1 ungmenni.
Auk fulltrúa prófastsdæmanna velur stjórn KFUM og KFUK á Íslandi þrjá fulltrúa frá
félögunum til setu á kirkjuþinginu sem hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.
Fulltrúar skulu vera á aldursbilinu 14 til 35 ára, skráðir í þjóðkirkjuna og starfandi
og/eða búsettir í því kjördæmi sem þeir sitja fyrir. Prófastar bera ábyrgð á tilnefningum
og vali fulltrúa til kirkjuþings unga fólksins í samráði við sóknarpresta, presta, djákna,
æskulýðsfulltrúa og aðra sem bera ábyrgð á kirkjustarfi í hverju prófastsdæmi. Hafa allir
fyrrnefndir aðilar rétt til að tilnefna fulltrúa á kirkjuþing unga fólksins og skal senda
prófasti þær tilnefningar. Biskup tilkynnir öllum sem að framan greinir um rétt þeirra til