Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 158
158 159
45. mál 2021-2022
Flutt af biskupi Íslands
Þingsályktun um Jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing 2021-2022 samþykkir eftirfarandi Jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar:
Jafnréttisstefna og -áætlun þjóðkirkjunnar
I. Inngangur
Stefnan er skuldbinding Þjóðkirkjunnar um stöðugar umbætur í jafnréttismálum.
Stefna Þjóðkirkjunnar um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna á að stuðla að jafnrétti
eins og rétt og skylt er í samræmi við líf og boðskap Jesú Krists. Undirstöðuatriði kristins
boðskapar fela í sér jafnréttishugsjón og skírn inn í kristið samfélag gerir engan greinarmun
á kyni eða stöðu einstaklinga. Því er jafnréttisstefna viðurkenning manngildis og jafnréttis
allra einstaklinga.
Stefna kirkjunnar tekur mið af gildandi jafnréttislögum á Íslandi. Þar er meðal annars
lögð áhersla á að kynjasamþætting sé fest í sessi sem mikilvæg leið til að koma á jafnrétti.
Þá mun kirkjan vinna eftir lögum um kynrænt sjálfræði og gæta þess í öllu sínu starfi að
fylgt sé ákvæði 65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944.
Jafnframt er tekið mið af því að Þjóðkirkjan er aðili að Alkirkjuráði, Kirknaráði
Evrópu og Lúterska heimssambandinu. Samtökin hafa hvatt kirkjur sínar til að gæta að
jafnréttissjónarmiðum til hins ýtrasta.
Stefna Þjóðkirkjunnar um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna tekur til stjórnkerfis
kirkjunnar, alls starfsfólks hennar sem og til þeirrar starfsemi og þjónustu sem kirkjan
veitir.
II. Markmið
Markmið jafnréttisstefnunnar er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti kynja í
þjóðkirkjunni og jöfnum möguleikum þeirra til starfa, áhrifa og þjónustu.
Launajafnrétti1
1. Að öllum í þjónustu þjóðkirkjunnar, óháð kyni, skuli vera greidd jöfn laun, njóti
sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, og hafi sama aðgang að greiðslum
fyrir persónubundna þætti. þjóðkirkjan vinni markvisst að því að viðhalda
jafnlaunavottun.
Ráðningar, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun2
2. Að öll störf hjá kirkjunni skuli standa öllum opin óháð kyni. Við ráðningar verði
leitast við að jafna hlutföll kynjanna, ef um er að ræða jafnhæfa einstaklinga.
1 Sbr. 6., 7., og 8. gr.
2 Sbr. 12. gr.