Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 162
162 163
46. mál 2021-2022
Flutt af biskupi Íslands
Þingsályktun um Jafnlaunastefnu Þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing 2021-2022 samþykkir eftirfarandi Jafnlaunastefnu Þjóðkirkjunnar:
Jafnlaunastefna Þjóðkirkjunnar
I. Inngangur
Jafnlaunastefna Þjóðkirkjunnar byggir á þeirri staðreynd að allir starfsmenn
Þjóðkirkjunnar skuli njóta jafnréttis, óháð kyni, uppruna eða trú. Setning jafnlaunastefnu
er hluti af innleiðingarferli jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
Jafnlaunastefnu er ætlað að stuðla að jafnrétti allra starfsmanna m.a. að fylgja
viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem Þjóðkirkjan undirgengst varðandi
meginregluna um að greidd séu sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni og
að allir starfsmenn njóti jafnréttis til starfsþróunar. Þannig uppfyllir Þjóðkirkjan allar
lagalegar skuldbindingar þar að lútandi, sem og aðrar kröfur sem lúta að sama efni.
Markmið jafnlaunastefnu, sem og jafnlaunaáætlunar Þjóðkirkjunnar er að tryggja
sambærileg réttindi, aðstöðu og tækifæri starfsfólks óháð kyni, trú, þjóðerni, kynþætti,
fötlun, kynhneigð eða stjórnmálaskoðunum og koma í veg fyrir mismunun á grundvelli
þessara þátta.
Jafnlaunastefnan er hluti af jafnréttisstefnu Þjóðkirkjunnar.
Jafnlaunastefnan er birt á vefsíðu Þjóðkirkjunnar og hefur verið kynnt starfsmönnum
stofunnar.
II. Umfang
Stefnan nær til allra starfsmanna Þjóðkirkjunnar.
III. Ábyrgð
Stjórnendur Þjóðkirkjunnar eru ábyrgir fyrir framgangi jafnréttismála og framkvæmd og
eftirfylgni jafnlaunastefnunnar og ber þeim að bregðast við verði þeir varir við misfellur.
Stjórnendum og mannauðssviði ber að vinna markvisst gegn atferli eða viðhorfum,
sem gætu leitt til mismununar starfsmanna.
Skrifstofu- og mannauðsstjóri ber ábyrgð á skjalfestingu, innleiðingu og framkvæmd
jafnlaunastefnunnar og eftirfylgni með jafnlaunastaðli, ásamt því að bera ábyrgð á að
jafnlaunastefnu og jafnlaunaáætlun sé viðhaldið. Hann ber ábyrgð á að árleg rýni sé
framkvæmd, sem og ábyrgð á birtingu árlegrar stöðu- og framvinduskýrslu og að brugðist
sé við frávikum, komi þau upp.