Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 163
163
IV. Stöðumat
Fyrir lok fyrsta ársfjórðungs hvers árs skal gerð stöðu- og framvinduskýrsla, þar sem gerð
er samantekt fyrir liðið ár ásamt áætlun til úrbóta ef þarf. Skýrslan skal kynnt stjórnendum
ásamt jafnréttisnefnd kirkjunnar.
Áætlun um aðgerðir til að ná markmiðum jafnlaunastefnu
I. Laun og kjör
Ákvarðanir um laun og kjör skulu teknar með hlutlægum og sambærilegum hætti fyrir
alla starfsmenn.
Markmið
Að starfsmenn njóti sambærilegra launa og annarra starfskjara fyrir jafnverðmæt störf
óháð kynferði.
Að ekki sé munur á launum milli hópa starfsmanna fyrir sambærileg störf, nema að
málefnalegar ástæður liggi að baki.
Mælikvarðar
Launagreining skal gerð árlega í þeim tilgangi að greina hvort um kynbundinn mismun
sé að ræða. Niðurstöður skulu kynntar helstu stjórnendum Þjóðkirkjunnar, sem bera
eftir atvikum ábyrgð á að grípa til ráðstafana.
Megin niðurstöður launagreiningar skulu kynntar starfsmönnum.
Á árinu 2021 verður jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 innleiddur hjá Þjóðkirkjunni og
verður stefnt að vottun fyrri hluta árs 2022.
Aðgerðir
Greinist launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði eða öðrum
ómálefnalegum þáttum, ber að leiðrétta þann mun svo fljótt sem auðið er.
II. Starfsþróun starfsmanna
Þjóðkirkjan leggur áherslu á að allir starfsmenn hennar, óháð kyni eða öðrum
ómálefnalegum þáttum, hafi sömu tækifæri til starfsþróunar. Þannig skulu allir starfsmenn
fá viðeigandi þjálfun og njóta sambærilegra tækifæra til að eflast, vaxa og þroskast í starfi,
og þróast í hlutverkum innan Þjóðkirkjunnar.
Í starfsþróunarsamtölum skal athygli starfsmanna sérstaklega vakin á möguleikum til
starfsþróunar.
Markmið
Að allir starfsmenn njóti jafnra tækifæra til starfsþróunar. Þannig skulu allir starfsmenn
hafa viðeigandi aðgengi að stuðningi í starfi, þjálfun, menntun og vexti óháð kyni, starfi
eða starfseiningu.