Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 173
173
2. Hlutverk
• Kærleiksþjónusta þjóðkirkjunnar veitir öllum þjónustu óháð kynferði, trúarbrögðum,
skoðunum, þjóðerni, kynþætti, efnahag eða ætterni.
• Kærleiksþjónusta þjóðkirkjunnar mætir þörfum fólks með þjónustu sinni og
sálgæslu. Hún valdeflir, rýfur einangrun og einmanaleika og vekur von í brjósti með
stuðningi sínum.
• Kærleiksþjónusta þjóðkirkjunnar beinir þjónustu sinni að fólki sem er í vanda og
þarf á aðstoð að halda.
• Kærleiksþjónusta þjóðkirkjunnar leitar uppi þau sem eru hjálparþurfi og veitir þeim
þjónustu og samfylgd við hæfi.
3. Leiðarljós
Til að auðvelda þeim, sem veita kærleiksþjónustu á vettvangi kirkjunnar, að rækja
hlutverk sitt er gott að styðjast við ákveðin leiðarljós. Auk trúar, vonar og kærleika eru þau
meðal annars:
Traust
• felst í trúnaði, tryggð og áreiðanleika þess sem veitir þjónustuna.
• leiðir til tiltrúar hjá þeim sem hana þiggur.
• er grundvöllur í öllum góðum samskiptum ekki síst í erfiðum málum.
Samhygð
• er samkennd, samlíðan og hluttekning sem sýnd er af virðingu.
• felst í að geta sett sig í spor annarra og skilið þau.
• felst í að bregðast við á uppbyggilegan hátt.
Hlustun
• felst í að vera til staðar, sýna skilning og hlusta á virkan hátt
• felst í að lesa í hreyfingar og svipbrigði en ekki aðeins orðunum sem eru sögð
• felst í að skilja og leiðbeina en sýna að hlustað er.
Jákvæður mannskilningur
• felst í að öll séum við sköpun Guðs og börn Guðs.
• felst í að öll skulum við vera jöfn og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis,
trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis
og stöðu að öðru leyti.
Samstarf
• felst í vinnu á breiðari grundvelli en í einni sókn.
• felst í teymisvinnu bæði innan og utan kirkjunnar.
• felst í samstarfi við stofnanir ríkis og sveitafélaga sem og við önnur kristin trúfélög
og félagsamtök sem láta sér annt um manneskjuna.