Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 176
176 177
56. mál 2021-2022
Flutt af Bryndísi Möllu Elídóttur, Anný Ingimarsdóttur og Stefáni Magnússyni.
Starfsreglur um Þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar.
1. gr.
Þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar veitir sóknum og öðrum starfseiningum kirkjunnar
þá þjónustu sem biskup Íslands og kirkjuþing meta nauðsynlega til að tryggja árangursríkt
starf kirkjunnar. Þar er jafnframt aðsetur yfirstjórnar Þjóðkirkjunnar.
Þjónustumiðstöðin skiptist í tvö ábyrgðarsvið, biskupsstofu annars vegar, undir forystu
biskups Íslands og rekstrarstofu hins vegar, undir forystu framkvæmdastjóra.
Þjónustumiðstöðin starfar á grundvelli þess skipulags og verkaskipta sem kirkjuþing
mælir fyrir um.
2. gr.
Þjónustumiðstöðin fylgir eftir lögum á sviði kirkjumála, starfsreglum, ályktunum og
samþykktum kirkjuþings, eftir því sem nánar er fyrir mælt í þeim heimildum.
Í starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar skal gæta góðra stjórnarhátta. Þá skal einnig
fylgja ákvæðum gildandi starfsreglna um þingsköp kirkjuþings um sérstakt hæfi.
3. gr.
Biskup Íslands og framkvæmdastjóri rekstrarstofu ábyrgðarsviða móta nánari stefnu,
viðmið og verkferla, hvor fyrir sitt svið, eftir því sem þurfa þykir.
4. gr.
Laus störf á þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar skulu auglýst á vef kirkjunnar, www.
kirkjan.is og skal umsóknarfrestur ekki vera skemmri en tvær vikur frá birtingardegi
auglýsingar. Þó skal heimilt að meta hverju sinni hvort auglýst séu tímabundin störf,
allt að 12 mánuði í senn, í forföllum starfsfólks, til afmarkaðra verkefna eða meðan ekki
hefur verið ráðið í starfið. Hið sama á við um ráðningu starfsfólks í vinnu gegn greiðslu
tímagjalds. Flytja má starfsfólk til í starfi án þess að starfið sé auglýst laust til umsóknar,
enda sé ekki um nýtt starf að ræða.
Biskup Íslands auglýsir laus störf og annast ráðningarmál starfsfólks hjá þjónustu-
miðstöðinni. Sé um starf á rekstrarsviði að ræða þá er ákvörðun um ráðninguna á höndum
framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Gagnkvæmt samráð sé viðhaft við ráðningu starfsfólks
eftir því sem við á.
Óheimilt er að ráða til starfa hjá Þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar einstakling til að
sinna og/eða umgangast börn og ungmenni undir 18 ára aldri, sem hlotið hefur refsidóm
vegna brota á eftirtöldum lagabálkum:
Barnaverndarlögum nr. 80/2002.
Almennum hegningarlögum nr. 19/1940, þ.e. kynferðisbrot skv. 22. kafla, önnur