Fréttablaðið - 21.03.2023, Side 4

Fréttablaðið - 21.03.2023, Side 4
Þetta eru konur sem urðu að vera heima hjá sér hálfan daginn vegna ákvarðana stjórnvalda. Hildur Helga Gísladóttir, hjá Orlofsnefnd Hafnarfjarðar Verðið er orðið svo hátt og kaupmáttur á svo mikið undir hús- næði að það er ekki fyrir alla að vera á fasteignamarkaði. Vilhjálmur Hilmarsson, hag- fræðingur BHM Ósjálfbær hækkun íbúða- verðs er staðreynd, tekjur ráða ekki við íbúðakostnað að sögn hagfræðings BHM. bth@frettabladid.is Húsnæðismál Fasteignaverð á Íslandi hefur tvöfaldast að raunvirði á síðustu tíu árum. Álagning á bygg- ingarkostnað nýrra íbúða á höfuð- borgarsvæðinu er í hæstu hæðum og hefur stökkbreyst á skömmum tíma. Hækkun byggingarkostnaðar nýbygginga hefur skapað mikla arð- semi hjá verktökum. Þáttur hækk- unar í byggingarkostnaði kann að vera vanmetinn sem ein skýring þess hve margir íbúar á höfuð- borgarsvæðinu hafa lent í ógöngum á húsnæðismarkaði. Vilhjálmur Hilmarsson, hag- fræðingur BHM, segir að tvöföldun fasteignaverðs sé mesta hækkun í samanburði 41 OECD-lands. Hækk- unin sé tæpum 60 prósentum meiri en meðaltal OECD. Þá hefur fasteignaverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu aldrei mælst hærra í hlutfalli við laun en á fjórða ársfjórðungi ársins 2022. Verð 120 fermetra íbúðar á höfuðborgar- svæðinu jafngildir nú rúmlega 13 árstekjum einstaklinga að meðal- tali. Vilhjálmur segir þessi hlutföll ósjálfbær til framtíðar. Hann spáir lækkun fasteignaverðs á höfuð- borgarsvæðinu. Fermetraverð í sölu nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu var rúm- lega 830 þúsund krónur á fjórða ársfjórðungi ársins 2022. Meðal- álagning á seldar íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í lok árs 2022 var rúmlega 100 prósent saman- borið við rúmlega 50 prósent fyrir nokkrum árum, 2018. Byggingar- verktakar hafa tvöfaldað hverja krónu miðað við söluverð íbúða í lok árs 2022. Vilhjálmur hefur tekið ofan- greindar staðreyndir saman um húsnæðismál og birt á vef BHM. Í samtali við Fréttablaðið segir Vil- hjálmur að nýjar íbúðir í fjölbýli hafi hækkað langt umfram bygg- ingarvísitölu. Það skili sér í stór- bættri framlegð í byggingariðnaði. „Þetta segir okkur fyrst og fremst að hagsveif lan hefur komið mjög öfgakennt út í byggingariðnaði,“ segir Vilhjálmur í samtali við Frétta- blaðið. „Það var mikill skortur á íbúðarhúsnæði eftir hrunið, svo tekur við mikill hagvöxtur og vinnuaflsfrekur. Þetta kemur fram í mikilli umframarðsemi í bygg- ingariðnaði.“ „Okur er afstætt,“ segir Vilhjálm- ur. „Þetta er markaðsverð þannig að það hafa fundist kaupendur,“ svarar hann spurður hvort álagningin beri keim af okri og græðgi. „En það er ljóst að verðið er orðið svo hátt og kaupmáttur á svo mikið undir hús- næði að það er ekki fyrir alla að vera á fasteignamarkaði.“ Um hagvöxtinn hér á landi und- anfarið segir Vilhjálmur að ef fólks- fjölgun sé dregin frá hagvextinum sé hagvöxtur mun minni hér en í nágrannalöndunum. „Hagvöxturinn er dreginn áfram af fólksfjölgun,“ segir hann. Þá sé umhugsunarefni að hag- sveif lan hafi verið borin uppi af ferðaþjónustunni þar sem laun í greininni séu að jafnaði ekki há. „Það er spurning hvort það sé sjálf bært að byggja hagvöxt á svo vinnuaflsfrekri atvinnugrein.“ n Lækkun fasteignaverðs óhjákvæmileg olafur@frettabladid.is FJáRmálAmARKAðiR Hlutabréfa- markaðir tóku dýfu í gærmorgun, eftir að UBS yfirtók Credit Suisse á sunnudagskvöld. Fljótlega róuðust markaðir þó og flestir bankar og fjárfestingabankar hækkuðu í verði í gær. Í bili lítur því út fyrir að aðgerðin hafi heppnast, en svissnesk yfirvöld og seðlabanki landsins lögðu ofuráherslu á að gengið yrði frá yfirtökunni fyrir opnun markaða eftir helgina. Enn er þó vart taugatitrings hjá markaðsaðilum og spurningarnar sem hanga í loftinu eru þrjár: Hafa yfirvöld gert nóg til að afstýra kerfiskrísu? Hvað getur farið úrskeiðis í fram- haldinu? Hvaða áhrif mun þetta hafa á peningastefnu hjá seðlabönkum? Enn er nokkur titringur á fjár- málamörkuðum vestanhafs, en segja má að hremmingar Credit Suisse nú megi rekja til falls Silicon Valley Bank í Kaliforníu fyrir tíu dögum þótt vandi bankans sé mun djúpstæðari og eigi sér lengri sögu. Talað er um að óbókfært tap af lánasöfnum bandarískra banka nemi um 600 milljörðum Banda- ríkjadala. Þetta tap er hins vegar ekki vegna greiðsluvandræða greið- enda, ekki enn sem komið er í það minnsta, heldur vegna þess að verð- mæti lánasafnanna hefur rýrnað í vaxtahækkunarferli því sem nú stendur yfir. Aukist vanskil í kjöl- farið getur staðan versnað hratt. Nú beinast allra augu að banda- ríska seðlabankanum. Í gær mátu markaðir 70 prósent líkur á að vextir hækki um 0,25 prósent á morgun en áður en núverandi órói færðist yfir markaði voru taldar meira en helmingslíkur á að vextir yrðu hækkaðir um 0,5 prósent. Við núverandi aðstæður geta vaxta- hækkanir aukið enn á vanda banda- ríska fjármálakerfisins. n Minni líkur á mikilli vaxtahækkun Spenna er nú á fjármálamörkuðum vegna vaxtaákvörðunar bandaríska seðlabankans á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA kristinnhaukur@frettabladid.is FélAgsmál Þrír þingmenn Sjálf- stæðisf lokksins hafa lagt fram frumvarp um að afnema rétt kvenna til húsmæðraorlofs. Sam- kvæmt Vilhjálmi Árnasyni, fyrsta flutningsmanni, stenst orlofið ekki jafnréttislög. „Þetta er rökrétt næsta skref í þróun samfélagsins okkar,“ segir Vilhjálmur. Árangur hafi náðst í jafnréttismálum og mikið af þeim húsmæðrum sem sinna heim- ilishaldi í dag eigi réttindi annars staðar frá. Þá snúist málið að stórum hluta um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga, sem eru skikkuð til að greiða orlofið. „Þau hafa ekkert um þetta að segja, að þau styrki hluta íbúanna en ekki alla,“ segir Vilhjálmur. Reglur um húsmæðraorlof voru settar fyrir rúmum sextíu árum og var ætlað að bæta heimavinn- andi húsmæðrum upp orlofsleysi og tryggja að þær fengju hvíld. Ber sveitarfélögum að greiða í orlofs- sjóði til að niðurgreiða ferðir fyrir húsmæður sem orlofsnefndir bjóða upp á. Húsmæðraorlof hefur valdið titringi á undanförnum árum. Sum sveitarfélög hafa mótmælt orlofinu og Garðabær lenti í lagaþrætum við sinn orlofssjóð. Árið 2012 kærði karlmaður, sem vildi fara í hús- mæðraferð til Slóveníu, orlofsnefnd fyrir Kærunefnd jafnréttismála en tapaði. Hildur Helga Gísladóttir, hjá Orlofsnefnd Hafnarfjarðar, segir algerlega ótímabært að afnema húsmæðraorlofið. „Konurnar eru enn þá á lífi og eru að nýta þetta orlof,“ segir hún. „Þetta eru konur sem urðu að vera heima hjá sér hálfan daginn vegna ákvarðana stjórnvalda.“ Uppbygging leikskóla hafi heldur ekki gengið nógu hratt en sjálf sat Hildur í leikskólanefnd Hafnarfjarðar á sínum tíma. „Við þurftum að fara í heimgreiðslur sem er ömurlegt og bindur konur heima,“ segir hún en þetta fyrir- komulag er nú að koma til baka. „Húsmæðraorlofið gefur þeim tæki- færi til að ferðast á ódýran hátt. Það munar um niðurgreiðslurnar fyrir þessar konur. Þetta er kannski eina fríið sem þær fá.“ n Telur afnám húsmæðraorlofs rökrétt skref í þróun samfélags thorgrimur@frettabladid.is Dómsmál Landsréttur dæmdi á föstudaginn karlmann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna nauðgunar. Var maðurinn jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu miskabætur að fjárhæð 1.800.000 krónur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir að hafa tvívegis nýtt sér yfir- burði og aðstöðumun til að eiga kynferðismök við einstakling með þroskahömlun, fyrst í vinnubifreið og síðan á heimili sínu. Héraðs- dómur hafði sýknað hann af fyrra brotinu en sakfellt að hluta til fyrir hið seinna. Var sá dómur staðfestur af Landsrétti, sem taldi ákæruvaldið ekki hafa axlað sönnunarbyrði um að maðurinn hefði haft ásetning til nauðgunar og að verknaðurinn væri þar með saknæmur. Fangelsisdómurinn var gerður skilorðsbundinn vegna óhóf legs dráttar á málinu sem ekki hefði fengist skýrður. n Fékk fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun Dæmt var í málinu á föstudaginn en dómurinn gerður skilorðsbundinn vegna óhóflegs dráttar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERnIR Fasteignamat í fjölbýli á höfuð- borgarsvæðinu hefur aldrei mælst hærra í hlutfalli við laun en á fjórða árs- fjórðungi ársins 2022. FRÉTTA- BLAÐIÐ/STEFán 4 FréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 21. mARs 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.