Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2023, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 21.03.2023, Qupperneq 10
Prinsinn og prinsessan af Wales voru viðstödd hátíðarhöld í tilefni af degi heilags Patreks í Aldershot á Englandi. Frumbyggjar á Jövu í Indónesíu hvílast áður en þeir halda berfættir áfram göngu sem er hluti af athöfn sem nefnist Unggah-unggahan og er haldin til að fagna upphafi hins heilaga föstumán- aðar ramadan. Ferðamenn flykkjast til að skoða kirsuberjatré í blóma í Washington í Bandaríkjunum og láta ekki kuldann stoppa sig. Búist er við að trén nái fullum blóma síðar í þessari viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Chinook-þyrla Bandaríkjahers á sameiginlegri heræfingu Bandaríkjamanna og Suður-Kóreu- manna í heimalandi hinna síðarnefndu. Á sunnudag skutu Norður-Kóreumenn skammdrægu flugskeyti á haf út og sjá sunnanmenn það sem enn eina ögrunina af hálfu nágranna sinna. Tvö þúsund voru í hópi fanga sem fluttir voru í miklu átaki yfirvalda í El Salvador gegn skipulagðri glæpastarfsemi til gríðarstórs fangelsis í Teco- luca, El Salvador. Frá því Bukele forseti lýsti yfir neyðarástandi hafa um 62 þúsund meintir meðlimir glæpa- gengja verið handteknir. ástand heimsins | 10 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 21. mARs 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.