Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Side 4

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Side 4
4 Útivist og fritímaiðja. I. INNGANGUR Það svið skipulags er varðar útivist og fritímaiðju hefur of oft verið sett hjá í skipulagsvinnu, þar til öðrum kröfum t.d. um landrými hefur verið fullnægt. Þessi staðreynd kemur víða fram í aðalskipulagsgreinar- gerðum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem gerðar hafa verið síðustu árin. Af þeim má helst ráða að útivist og fritimaiðja séu litið annað en leikur og að leikir séu barnanna en ekki þeirra full- orðnu, sem vegna vinnu hefðu ekki tima til að slæpast. Þetta viðhorf er smám saman að breytast og hefur reyndar gert svo ótrúlega hratt siðustu árin. Aukin fritimi, menntun, hreyfanleiki, umfjöllun i fjöl- miðlum og ekki sist aukin fjárráð fólks hafa m.a. orsakað þessa við- horfsbreytingu. Þörf fyrir fjölbreytta möguleika á þessu sviði er þvi orðið grundvallaratriði sem nauðsynlegt er að taka fyllsta tillit við svæðaskipulag og aðalskipulag. II. SÉRSTAÐA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Til höfuðborgarsvæðisins teljast 8 sveitarfélög, Kjalarnes, Mosfells- sveit, Reykjavik, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Bessastaðahreppur og Hafnarfjörður. Á öllu svæðinu bjuggu um siðustu áramót rúmlega 121 þúsund manns eða um 53% þjóðarinnar. Lang stærsti hluti ibúanna býr i þéttbýli, - borgarumhverfi-, og með öllu þvi vafstri og kapphlaupi við tíman sem þannig umhverfi oft fylgir. En höfuðborgarsvæðið býður einnig upp á, og það frá náttúrunnar hendi, að ibúar þess stundi úti- veru og virðist þvi engin takmörk vera sett, svo margir eru möguleikarnir. Inn i þéttbýlið teygjast fingur, svo að segja, ósnortins lands; milli ávala hæða eru dalverpi er tengja sjávarsiðuna svæðum inn til landsins, staðir með fjölbreytta náttúru, lifriki og fegurð. Allt eru þetta aðstæður sem fáar ef nokkrar aðrar höfuðborgir geta státað sig af. Öllum ætti þvi að vera kappsmál að viðhalda þessari sérstöðu svo lengi sem frekast er unnt. III. UMRÆÐUTILLAGA Möguleikar íbúanna á að stunda fjölbreytt áhugamál sin verða til þess að kröfurnar verða fleiri og margþættari. Misstórir hagsmunahópar koma fram á sjónarsviðið og setja fram óskir sinar við ráðamenn. Oft vilja hagsmunir hinna ýmsu sjónarmiða stangast á bæði sin á milli svo og t.d. við umhverfisverndarsjónarmið. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samþykkti fyrri part sumars sem leið, að fela Skipulagsstofunni að gera athugun á aðstöðu til útivistar á svæðinu með það m.a. fyrir augum að marka samræmda heildarstefnu fyrir svæðið i útivistarmálum. Ákveðið var að koma á samstarfsnefnd um þessa athugun sem bæði væri leiðbeinandi um framkvæmd athugunarinnar og sem tæki þátt i endanlegri stefnumótun. Eftirtöldum aðilum hefur verið boðið að eiga fulltrúa i samstarfsnefndinni:

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.