Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 10

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Blaðsíða 10
10 miástöóvar er þjóna flestum greinum íþrótta, bæði íþróttafélaga og skóla innan sveitarfélaganna. í þessu sambandi má nefna greinar eins og handbolta, körfiibolta, frjálsar íþróttir, badmin- ton, júdó, glimu og sund. íþróttasalir á svæóinu eru af mismunandi stærðum. Stærstur þeirra er salurinn í Laugardalshöllinni 45 x 35 m. Skólasalirnir eru yfirleitt 9 x 18 m eða 18 x 33 m að gólffleti. Það kostar töluverða vinnu að sögn þeirra er glöggt þekkja til þessara mála, að draga saman upplýsingar um nýtingu íþrótta- salanna á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir það fyrsta þá eru sambæri- legar upplýsingar ekki til. En í mörgum þeirra eru haldnar einskonar viðvistar- eða mætingaskrár (sjá mynd) er gefa m.a. til kynna íþróttagrein, fjölda iðkenda og þann tíma sem fer í æfingar. Þannig viðvistarskrár frá öllum íþróttasölum á svæðinu myndu gefa ómetanlegar upplýsingar um íþróttaiðkun íbúanna. Staður; Skýrsla um notkun íþróttasala □ Mánudagur □ Þriðjudagur □ Miðvikudagur □Fimmtudagur □ Föstudagur □ Laugardagur □Sunnudagur 19 Iðkenda- fjöldl Undirskrltt þjálfara/forráðamanns Tíml Félag fþróttagrein Flokkur DÆMI UM VIÐVISTARSKRÁ ÍÞRÓTTASALA. (Heimild: íþróttaráð Reykjavíkur). 5. SUNDLÁUGAR. Á höfuðborgarsvæðinu eru 9 sundstaðir opnir almenningi. 1 Reykjavík eru þeir fjórir talsins en í Mosfellssveit, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði er einn sundstaður í hverju þessara sveitarfélaga. í Bessastaðahreppi mun ný sundlaug verða tekin í notkun í byrjun vetrar ('81) og á Seltjarnarnesi standa vonir til að 25 m löng laug verði tekin í notkun 1982/83. Síðustu árin hefur aðsókn að sundstöðum svæðisins verið jöfn eða tæplega 1.2 milljónir manna að meðaltali á tímabilinu 1976-1980. Á síðasta ári lætur nærri að aðsóknin að sxmdstöðunum nái 1.5 milljón manna og er þá undanskilið allt skólasund grxonnskólanna svo og fjöldi sumarnámskeiða fyrir yngri böm. 6. GOLFVELLIR. Fjórir golfvellir eru nú á höfuðborgarsvæðinu: 18- holu völlur Golfklúbbs Reykjavíkur við Grafarholt, 9- holu völlur á Sel- tjarnarnesi og sömuleiðis á Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð. Enn

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.