Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Blaðsíða 5
HVAÐ ER
SKIPULAG OG í HVERS ÞÁGU?
Skipulag byggðar er í hugum
margra að mestu tengt listinni að
teikna hús, staðsetja þau við göt-
ur, sýna fjölda hæða, þakhalla,
glugga og gluggapósta, aðkomu
að húsunum og hvort hægt sé að
fullnægja kröfunni um nægjan-
lega mörg bílastæði á lóðum
þeirra. En svo einfalt er skipulag
ekki fullyrða aðrir, það sé annað
og meira.
1.
í stuttri grein, sem þessari
verður varla gefið tæmandi svar
við því hvað skipulag er, til þess
eru leiðir til svara, of margar.
Margir, sem telja verður nokkuð
sleipa í fræðigreininni, hafa glímt
við þessa spurn. Einn þeirra var
Sir Geoffrey Vickers (1968).
Hans skýring er stutt og laggóð
eða „plannig is what planners do”
(skipulag er það sem skipu-
leggjendur gera). Annar, Ernest
R. Alexander (1981) heldur því
fram, að við séum í raun alltaf að
skipuleggja. Ef við greiðum t.d.
sjónvarpsreikninginn okkar á
réttum tíma, þá höfum við með
því áhrif á framtíðina, þ.e.a.s.
starfsemi sjónvarpsins. Hann
tengir þannig, á sinn hátt auðvit-
að, skipulagningu við fram-
kvæmd ákveðins hlutar eða hluta.
Ennfremur má benda á, að skipu-
lag sé svo flókið fyrirbæri í atferli
manna, að það sé miklu
auðveldara, í byrjun a.m.k., að
skilgreina hvað sé ekki skipulag.
Fyrir það fyrsta, þá er skipulag
ekki einvörðungu háð framferði
einstaklingsins (samb. dæmið um
sjónvarpsreikninginn hér á
undan), heldur er rniklu frekar
skipulagt með það fyrir augum að
hafa áhrif á gerðir fjöldans, —
hóp(a) fólks og félagasamtaka, þá
framferði hans inn á ákveðna
brauteðabrautir. •
I annan stað er það ekki skipu-
lag sem fæst við „núið”, — dag-
inn í dag, heldur fæst það við
ákveðna þætti í framtíð okkar.
Skipulag er því að hluta til leit í
óvissunni að ákveðnu fyrirfram
settu takmarki, ef þannig má að
orði komast.
Ekki er hægt að staðla skipu-
lag, þar sem viðfangsefni þess eru
svo breytileg, — vandamálin ólík,
sem við eáað,glíma, og úrlausnir
þeirra eru það líka. Þó líkönum
eða módelum sé beitt í skipu-
lagsvinnu sem hjálpartækjum við
stefnumörkun, þá er aldrei hægt
að nota þau á sama hátt og efna-
fræðingar og stærðfræðingar
nota formúlur sínar, þ.e. stilla
þær þar til rétt úrlausn er fengin.
•'Þannig virHEskipulagið ekki ein-
faldlega vegna þess að það sem
telst rétt eða ákjósanlegt í ár þarf
ekki að reynast það árið 1987
hvað þá 20 árum síðar.
I fjórða lagi þá er skipulag ekki
aðeins draumsýn, segjum
völuspá skipulagsyfirvalda, því
það stígur skr.pfi lengra. Bæði lýsa
þau, þ.e.a.s. skipulagið og
draumsýnin, ósk(um) um ákveðið
. takmark eða fyrirkomulag sem
stefna beri að í framtíðinni. En
munur er samt, fyrst og fremst sá,
að skipulagið segir til um', hvern-
ig takmarkinu skuli náð, en
draumsýnin ekki.
Að endingu má segja að, skipu-
lagning eða skipulagsvinna geti í
raun aldrei tekið enda. Því er ekki
hægt að tala um að skipulags-
vinnan sé bara fólgin í því að gera
skipulag, — húa til falíeg kort og
ítarlega greinargerð, byggða á
grundvelli ótölulegs fjölda
upplýsinga. Svo einfalt er svarið
ekki, því hér vantar einn hlekk-
inn, líklega þann mikilvægasta,
þann sem tengir saman skipulag
og framkvæmd þess. Skipulag
byggðar er annað og meira en
kort í skáp og greinargerðir í
hillu. Því verði að fylgja skuld-
binding skipulagsyfirvalda um að
þau vilji framkvæma skipulagið,
og einnig þurfa þau að hafa vald
til að nálgast þau markmið sem
þau setja sér í skipulagsmálum.
Nú, til eru þeir sem segja, og
það án þess að blikna, að skipulag
byggðar hér á landi sé bara tómt
rugl, sóun á tíma og fjármunum.
Rök þeirra eru í megindráttum
þau, að í fjárhagsáætlunum
sveitarfélaganna komi nægjan-
lega skýrt fram, hvaða hugmynd-
ir sveitarstjórnarmenn geri sér
um þróun sveitarfélagsins í
náinni framtíð, og líka hvaða bol-
magn sé til framkvæmda í sveitar-
félaginu. Langt fram þýði ekki að
horfa, vegna þess hve breyting-
arnar í þjóðfélaginu eru örar.
En hvort sem til skipulagsins er
litið sem rugls, sem eigi sér enga
stoð í veruleikanum, eða þá sem
gagnmerks stjórntækis skipu-
lagsyfirvalda, þá er ekki hægt að
loka augunum fyrir aflciðingum
þess. (Hér myndu sumir tala um
afleiðingar skipulagsleysis). Við
sjáum þess dæmi allsstaðar í
umhverfiokkar. Netnumdæmi.
Osnortnu landi er bylt. Þar rísa
síðan raðir húsa við götur, versl-
anir, iðnaðarhverfi, skólar, víð-
áttumikil bílastæði, og græn
svæði. Gömul hús eru rifin og ný
byggð í þeirra stað, hús sem eru
sögð skila mun meiri arði en þau
eldri. Svipmót er bylt og útsýn
5