Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Side 8
þar hefur komið fram. Þó skal
hér tvennt tínt til í lokin til viðbót-
ar.
Akvarðanataka í skipulagi
byggðar þarf að eiga sér stað á
fleiri en einum stað í stjórn-
kerfinu m.a. til vinnuhagræðing-
ar og afkastaaukningar. Til að
nefna einfalt dæmi í þessu
sambandi þá ætti ákvörðun um
barnaleikvöll að vera tekin á
„lægra þrepi” stjórnkerfisins en
t.d. ákvörðun um það hvort flytja
eigi Reykjavíkurflugvöll eða ekki.
Fyrrnefnda atriðið er nánast
hagsmunamál eíns bæjarhverfis
eða aðeins fárra íbúa í einu bæj-
arhverfi. Akvörðun um hið síð-
astnefnda á aftur á móti ekki að-
eins við um íbúa alls höfuðborg-
arsvæðisins heldur þjóðina alla.
Því ætti slík ákvörðun að vera
tekin á „hærra þrepi stjórnstig-
ans”.
Síðara atriðið um þátttöku íbú-
anna í skipulagi er tengt vanga-
veltum um það hvort hægt sé að
virkja „hinn þögla meirihluta”.
Sagt er hér að framan, að skipu-
lag hafí áhrif á alla og því sé nauð-
synlegt að leita eftir skoðunum
sem flestra. En skoðanir hins
þögla meirihluta almennings
koma sjaldnast fram en í stað þess
gaspra hópar fárra manna hver í
kapp við aðra, — krefjast þessa og
krefjast hins. Öll umræða um
skipulagsmál hefur því til-
hneigingu til að vera allt annað en
málefnaleg, þar sem hagsmunum
fárra er stillt á stall sem hagsmun-
um heildarinnar. Finn fremur má
benda á að almenningur hér á
landi getur ekki, eins og málum
er háttað í dag, reitt sig á hina
fræðilegu umfjöllun skipu-
lagsmálanna, einfaldlega vegna
þess að hún á sér sjaldan stað.
Skipuleggjendur þegja of oft af
hræðslu við að styggja yfirboðara
sína enda oft nokkrir bagsmunir
í veði.
Reynslan erlendis sýnir, að þó
settar séu klásúlur í skipulagslög
sem tryggja eiga rétt íbúanna til
að taka þátt í að móta það samfé-
lag sem þeir búa í eða stefna að,
þá sé raunin oftast önnur, þeir
virðast hafa öðrum hnöppum að
hneppa en að fylgjast með skipu-
laginu. Einkum verður vart við
þetta afskiptaleysi almennings
þegar rætt er um skipulagsmál er
varða íbúa mjög fjölmennra
svæða svo sem fleiri en eins
sveitarfélags eða enn stærri
LANDSSKIPULAG
Arið 1979 voru gerðar mikil-
vægar breytingar á íslensku
skipulagslögunum, sem tiltölu-
lega lítið hefur farið fyrir. I nýrri
grein er nefnilega meðal annars
kveðið á um, að öll sveitarfélög
séu skipulagsskyld og að gera
skuli skipulagsuppdrætti af öllum
þéttbýlisstöðum, þar sem búa 50
manns eða fleiri.
Ennfremur getur ráðherra
samkvæmt sömu grein, að fengn-
um tillögum skipulagsstjórnar,
látið gera drög að héraða- og
landshlutaskipulagi.
Þó svo að hér hafi verið um
verulega breytingu að ræða, er
varla hægt að segja að mikilla á-
hrifa hennar sé enn farið að gæta.
Þess var reyndar varla við að bú-
ast, þar sem breytingar á fram-
kvæmd skipulagsmála fylgdu
ekki í kjölfarið. Þannig er t.d. enn
takmörkuðu fé variðaf opinberri
hálfu til þessara mála um fram
það, sem húsbyggjendur greiða
8
sjálFir í skipulagsgjöld.
Hefði lagabreytingu þessari
verið fylgt ákveðnar eftir mætti ef
til vill hugsa sér, að í dag væri búið
að gera drög að skipulagi fyrir á-
kveðinn landshluta og aðalskipu-
lag fyrir alla þéttbýlisstaðina
innan hans. Því hefur hins vegar
ekki verið til að dreifa og verður
sjálfsagt einhver bið á því, að svo
verði. Því þótt bærilega gangi að
gera aðalskipulag fyrir þéttbýlis-
staðina, er sjálfsagt leit að stað,
þar sem aðalskipulagið er byggt á
eða í samræmi við landshluta-
skipulag.
Slík samræming er hins vegar
æskilcg og reyndar nauðsynleg,
því byggðaþróun eins þéttbýlis-
kjarna hlýtur að vera háð því sem
að öðru leyti gerist innan lands-
hlutans.
Þar sem slík samræming er ekki
fyrir hendi mætti segja sér að ef
mannfjöldaspár eru teknar úr
greinargerðum með aðalskipu-
svæða. Þó horfi málið aðeins öðru
vísi við ef rædd eru áform um
skipulagsbreytingar á næsta
umhverfi fólks. Þá er oft á tíðum
auðveldara að „virkja” íbúana, —
þeir átti sig þá betur á því hvað sé
umhverfi þeirra fyrir bestu og
hvað ekki. Reynslan sýnir því að
„skipulagssvæðin” mega ekki
vera of stór ef virkja á almenning
í skipulagsvinnunni.
Efalaust má nefna hérlend
dæmi þessu til staðfestingar og
ennfremur hve nauðsynlegt það
sé að efla samkennd fólks, gera
því skiljanlegt að með skipulagi
byggðar er verið að njörva saman
fjölmarga þætti í líki þess, — fast-
ákveða hluti sem oft á tíðum er
útilokað að breyta síðar meir.
Það er kannske ekki síst þess
vegna sem nauðsynlegt er að cfla
tengslin á milli þess sem skipu-
leggur og þess sem skipulagt er
fyrir. En eins og áður scgir, þá er
það í raun og veru hverri sveitar-
stjórn í sjálfsvald sett hvort hún
ætlar almenningi að taka þátt í
skipulagsmálum og það oftar en á
fjögutra ára fresti.
Birgir H. Sigurðsson
lagi allra staða í einum landshluta
og lagðar saman, komi í ljós, að
fólki þyrfti að fækka í öðrum
landshlutum, ættu spárnar að
rætast.
Ekki þar fyrir, að sjálfsagt er að
fólkið í byggðalögunum sé bjart-
sýnt og vilji hag síns sveitarfélags
sem mestan, en þetta sýnir okkur
líka á hve veikum grunni aðal-
skipulag er byggt. Það er fyrst og
fremst eðlisrænt skipulag og
rammi um þróun, sem sveitar-
stjórn eða skipu 1 agsaði 1 ar ráða
litlu sem engu um. Þess vegna er
mikilvægt að þessi rammi sé
byggður á raunhæfum forsend-
um eigi hann að vera brúklegt
stjórntæki.
I landshlutaskipulagi, sem er í
senn eðlisrænt og hagrænt, þarf
því að vera mat á því m.a. hvernig
áætluð aukning fólksfjölda muni
skiptast milli viðkomandi sveitar-
félaga og hvernig samstarfi og
verkaskiptingu verði háttað. Þá