Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Blaðsíða 13

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Blaðsíða 13
sveigjanleg og æskilegt væri. En sé reiknilíkönum beitt af skyn- semi og niðurstöður þeirra túlk- aðar með varúð, geta þau verið öflugt' hjálpartæki í skipulagi. Spurningin er þá aðeins, hvort það borgar sig að nota reiknilíkan vegna hins tiltölulega mikla kostnaðar sem því er samfara. Uppsetning þeirra er yfírleitt dýr, einkum vegna könnunarinn- ar á hinu stærðfræðilega samhengi, en einnig er nokkur kostnaður við gerð tölvuforrita. Enn fremur eru þau oft dýr í rek- stri, bæði vegna sérfræðiþjónustu og söfnun upplýsinga (til að „mata” tölvuna á). Fyrir einum áratug eða svo gat kostnaður við tölvu- keyrslur verið umtalsverður, en er nú aðeins brot af því, sem hann var þá. Að lokum er vert að nefna óbeinan kostnað, sem getur orðið við notkun reiknilíkana. Hér er um að ræða möguleikann á því, að ákvarðanataka dragist úr hófi fram vegna mikils tíma sem fer í söfnun upplýsinga. Því má bæta við að þetta gildir ekki aðeins um notkun reiknilíkana, heldur einn- ig um alla aðra skipulagsvinnu: menn mega ekki sökkva sér oinaí smáatriði, þannig að ákvarðanir um grundvallaratriði dragist á langinn. Notkun reiknilíkana á höfuð- borgarsvæðinu. Arið 1962 var á vegum Reykja- víkurborgar gerð umferðarkönn- un á höfuðborgarsvæðinu. Dag- bækur voru sendar til allra bíl- eigenda á svæðinu, og voru þeir beðnir að gera grein fyrir öllum ferðum í bílum þeirra í tvo sól- arhringa. Spurt var um upphafs- og ákvörðunarstað, erindi ferðar (vinna, verslunarferð, heimsókn o.s.frv.), tíma dags, sem ferð var farin,o.fl. Ut frá niðurstöðum þessarar könnunar var fundið sambandið milli annars vegar ferðafjölda tengdum einstökum borgar- hlutum og hins vegar skipu- lagstalna sömu borgarhluta (íbúafjöldi, gólfflatarmál ýmissa flokka atvinnuhúsnæðis). Þetta samband er síðan ein meginuppi- staðan í reiknilíkani umferðar, sem nú er notað við gerð umferð- arspáa á Borgarskipulagi Reykja- víkur. Komið hefur til tals að útvíkka þetta reiknilíkan, þannig að það nái einnig til ferA »neð al- menningsvögnum: Áríð 1981 var á \egum Skipu- lagsstofu höfuðborgarsvæðisins gerð könnun á valvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu. Athuguð var staðsetning verslana og veltu- tölur fyrir valvöru. Á þessum grundvelli var síðan byggt upp reiknilíkan verslunar af Laksh- manan - Hansen gerð, eins og lýst hefur verið hér að framan. Velt- utölurnar voru síðan lagðar saman eftir verslunarhverfum til þess að tilgreina „stærð” verslun- arhverfanna eða aðdráttarafl, en talið er að veltu (öhir gefi mun betri vísbendingu um aðdráttar- afl heldur en gólfflatarmál versl- ana. Lokaorð. Þegar ákveða skal, hvort nota eigi reiknilíkan við skiplagningu, þá þarf að bera hugsanlegan ávinning saman við þann kostnað sem af notkun þess mun leiða. Gera má ráð fyrir, að erfitt verði að meta suma þætti í slíkum samburði til fjár. T.d. vtur að verða erfitt að gera sér in fyrir því, hve óvissan í fran ðarspám minnkar mikið við noii.un ein- hvers tiltekins reiknilíkans og þá hver hinn fjárhagslegi ávinning- ur er í því sambandi. Einnig er ó- gerningur að meta nákvæmlega hvað dráttur á ákvarðanatöku í skipulagsmálum kostar. Að lok- um er vert að ítreka að ef ákveðið er að nota eitthvert reiknilíkan við skipulagningu þéttbýlissvæðis er mikilvægt að gera sér grein fyrir hættunni á því, að menn treysti svo á niðurstöður þess að nauðsynlegur sveigjanleikit skipulagi verði fyrir borð borinn. Þórarinn Hjaltason HUGLEIÐINGAR UM SKIPULAGSLÖGIN Hugtakið, skipulag I mæltu máli merkir orðið skipulag: fyrirkomulag, tilhögun, röð og regla. Hugtakið, skipulag, í skipulagslögum hefur hinsvegar sérhæfðari og þrengri merkinu þ.e. ákveðið fyrirkomulag eða til- högun á landnotkun í sveitarfé- lagi, svo og á byggingum, götum og öðrum mannvirkjum. Hug- takið skipulag í skipulagslögum er nánast sömu merkingar og hugtakið „fysisk planlæggning” á Norðurlöndum eða landnotkun- ar- og byggingaskipulag. í reglugerð nr. 217/1966 um skipulagsáætlanir kemur fyrir í heiti og texta hugtakið skipulags- áætlun, sem skilgreint er þannig, að það sé (skipulags-) uppdráttur ásamt nauðsynlegum skýring- artexta. Skipulagsáætlun er sem sagt skilgreint sömu merkingar og hugtakið skipulag hér að framan. Rétt er þó að benda á það, að þetta orð er ekki að fínna í sjálfum skipulagslögunum nr. 19/1964. 1 téðri reglugerð koma einnig fyrst fyrir hugtökin, aðal- skipulag (aðalskipulagsupp- dráttur) og deiliskipulag. Þessi hugtök er ekki að fínna í sjálfum skipulagslögunum, sbr. þó í IL gr. 2. og 3. mgr. ákvæði um sér- uppdrætti í sömu merkingu og deiliskipulag. í 3. gr. skipulagslaga er fjallað um „sameiginlegt skipulag” og í 12. gr. 1. mgr. um svæðaskipu- lagningu í sömu merkingu, þ.e. skipulag, sem nær til fleiri sveitar- félagaeneins.. í 4. mgr. 4. gr. skipulagslaga er ákvæði um héraða- og lands- 13

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.