Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Blaðsíða 22
og notkun þeirra, sem dæmi um
slíkar breytingar má nefna aukna
umferðbifreiða.
Hvort þær breytingar, sem orðið
hafa á landnotkun, og ekki sam-
ræmast stefnumörkun í aðalskipu-
lagi, hafa haft meikvæðar af-
leiðingar sem teljast varða al-
manna heill skal ósagt látið í ein-
stökum atriðum. I>ó má t.d. nefna
að þróun í Múlahverfi hefur valdið
umterðarálagi sem hefur haft slík
áhiif. Almennt má segja að gera
verður þær kröfur til skipulagsins
að það sýni eftiróknarvert ástand.
Veruleg frávik frá því hljóta því að
vera frávik til hins verra.
Hvernig á að standa að því að
stjórna landnotkun þannig að
tryggt sé að stefnt sé að betri bæj-
um?
Að mínu mati er nauðsynlegt að
taka upp ákveðna stjórnun á land-
notkun er taki tillit til hinna
skynjanlegu einkenna hennar.
Mikilvægast er að taka fyrst (og
fremst) á þeim atriðum sem mikil-
vægust eru. Mynda þarf ramma,
sem kveður á um leyfileg einkenni
landnotkunar á ákveðnum svæð-
um. Mikilvægt er að koma upp
upplýsingakefi um landnotkun og
tilkynningaskyldu um breytingar á
henni. Hér er það hins vegar jafn-
mikilvægt að kveðið sé skýrt að
rétti eigenda mannvirkja til breyt-
inga á landnotkun innan þess
ramma sem landnotkunarskipu-
lagið hefur markað.
Erindi Guðrúnar Jónsdóttur, forstöðumanns Borgarskipulags: Skipulagning
og framkvæmd skipulags í nýjum og gömlum hverfum í Reykjavík
j bókinni Aðalskipulag Reykja-
víkur 1962 - ’83 eru í IV. kaíla
seti.ar fram hugleiðingar um þró-
un bvggðar að afloknu skipulags-
tímabilinu, þ.e.a.s. eftir árið
1983, þar segir m.a. svo, að rétt sé
að fullgera Árbæjar- og
Breiðholtshverfi svo og atvinnu-
svæðin norðan við Árbæ, en
fresta meiri háttar aukningu
byggðar í austurátt eða eins og
segir orðrétt „á hið fagra strand-
svæði í Mosfellssveit”, uns kemur
að síðari áfanga í byggingu borg-
arinnar. Miðað er við, að íbúa-
fjöldi höfuðborgarsvæðisins
verði um 150.000 árið 1983. Að
þeim fjölda geti 110.000 búiðí
Revkjavík, 84.000 vestan Elliðaáa
og 26.000 á nýjum byggingar-
svæðum. Þar segir ennfremt r:
.1- ída þótt ekkert vrði byggt suð-
austan hinnar fyrirhuguðu
R< vkjanesbrautar þegar kemur
suour fvrir Kópavog, þá virðast
Srimt tök á að koma fyrir tiltölu-
lega drcifbyggðu íbúðarsvæði á
þessum slóðum fyrir allt að
30.000 íbúa síðarmeir.
Fræðilega séð má einnig hugsa
sér byggingarmöguleika suð-
austan hinnar fyrirhuguðu
Reykjanesbrautar en þeim eru þó
sett allþröng mörk, sérstaklega í
Garðahreppi vegna tillits, sem
taka verður til öflunar neyslu-
vatns. Reyndar er ekki heldur
æskilegt að samfelld byggð sé
báðum megin við þessa mik-
ilvægu umferðarbraut.
Frekar mætti hugsa sér að
síðarmeir væru tekin til bygg-
ingar ný svæði sunnan við Hafn-
arfjörð, en þar getur orðið mikil
aukning á vinnustöðum. Fíklega
er hægt að koma þar fyrir milli 10
og 20 þús íbúum. Þegar þar að
kcmur, mætti hefjast handa um
keflsbundna hagnýtingu bygg-
ingarsvæða norð-austur á bóg-
inn. Á landi Reykjavíkur er þar
einkum um að ræða strandsvæði
við Korpúlfsstaði og svæði suð-
vestan í Úlfarsfelli austan Vest-
urlandsvegar. Nýjir og miklir
möguleikar eru norðan Úlf-
arsfells í Mosfellshreppi og í
framhaldi þess þéttbýlis sem er að
mvndast við Reykjaíund. Finnig
við Feirvog og í Mosfellsdal. Og
mögulcikar eru enn norðar í Kjal-
arneshreppi á fögrum stöðum
t.d. Álfsnesi og sunnan við Esju.
Þessi svæði gætu lauslega áætlað
lúmað 50 - 100 þús. manns.
Frekari borgarvöxtur í enn
ljarlægari framtíð er hugsan-
legur bæði lengra norðaustur frá
Reykjavík og suð-vestur frá
Hafnarfirði. En þegar þar að
kemur mun svo margt verða
breytt, að ekki er þorandi að geta
sér neins til svo sem um gerð sam-
göngutækja eða byggðar. Og ætla
verður að löngu fyrr muni upp
tckið einfaldara form við stjórn
mála á höfuðborgarsvæðinu en
það er að 8 sjálfstæðar sveitar-
stjórnir beri ábyrgð á þróun
einnar byggðar. Á öðrum stað í
sömu bók er gerð grein fyrir
drögum að svæðisskipulagi eða
skipulagsáætlun fyrir höfuðborg-
at svæðið, sem gert var að til-
lil itan samvinnunefndar um
sktpulagsmál á höfuðborgar-
svæðinu. Þessi skipulagsáætlun
var samþykkt á fundi nefndar-
innar 6. mars 1965. Þessi skipu-
lagsáætlun gerir ráð fyrir því að
byggð þróist í suðurátt sbr. það
sem ég gat um áðan og eru eftir-
farandi rök m.a. færð fyrir því.
Nú þegar vantar það lítið á sam-
fellda borgarmynd að fullbygg-
ing þeirra millisvæða, sem byggi-
leg eru hlýtur að vera á næsta leiti.
Þessi þróun er heppileg bæði frá
þjóðhagslegu sjónarmiði og frá
því sjónarmiði að almenningi sé
veitt sem best borgarþjónusta.
Sagt er og að suðurstefnan sé öllu
viðráðanlegri frá umíerðarlegu
sjónarmiði.
Ýmsar ábendingar: Talið er
ráðlegt að heíja ekki byggingu á
mörgum svæðum í sama mund.
Hæfilega stor áfangi er talinn
vera 4-5000 einingar eða eitt
skólahveríí.
Talið er að í svæðisskipulagi
þurfi að benda á ný lönd fyrir
sumarbústaði. Þá kemur fram, að
fyrirhuguð höfn í Reykjavík verði
með tímanum mesta höfn höfuð-
borgarsvæðisins. Eðlilegt er, að
meiri háttar iðnaðarhverfi verði í
nágrenni henriar. En í Hafnar-
firði er einnig ágæti höfn. At-
hafnasvæði eru í nágrenni henn-
ar og hægt er að auka þau. Þegar
þurft hefur á undanförnum
árum að velja stórum iðnfyrir-
tækjum stað hefur Hafnaríjörður
oft komið til álita.
Um flugvöll segir svo: „Það sem
99