Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Side 17

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Side 17
veitustjóri, og Jón Jónsson jarð- fræðingur, sem voru ráðunautar varðandi verndun vatnsbóla og mengunarvarnir. Auk þess var haft meira eða minna samráð við fjölmarga aðra aðila s.s. náttúrverndarnefndir, Náttúruverndarráð, þjóðminja- vörð, forsvarsmenn veitustofnana, eins og Landsvirkjun, Rafmagn- sveitur ríkisins, Rafmagnsveitur Reykjavíkur, Hitaveitu Reykja- víkur, Póst og síma, verkfræðilega- og skipulagsmálaráðunauta aðild- arsveitarfélaganna, Veðurstofuna, vitamálastjóra, hafnarstjóra Reykjavíkur, forstjóra stræt- isvagna Reykjavíkur strætisvagna Kópavogs og Landleiða, auk margra fleiri. Árið 1961 var stjórnskipaðri nefnd falið að gera tillögur um heppilega framtíðarskipan flugvalla á höfuðborgarsvæðinu. Skilaði hún áliti árið eftir og lagði einróma til að tekið væri frá svæði á Álftanesi undir framtíðarflug- völl. Nokkrum árum síðar eða 1965 var annari stjórnskipaðri nefnd fal- ið að gera nýja úttekt á þessu verkefni. Hún gaf sér betri tíma til að kanna málið, en komst svo að sömu niðurstöðu árið 1967 að Álftanes væri heppilegasta svæðið undir framtíðarííugvöll, en hins- vegar klofnaði nefndin varðandi það hve mikið land skyldi tekið frá í þessu skyni. Meiri hlutinn hélt fram tillögu X er gerði ráð fyrir að aðeins þyrfti að taka frá land Breiðabólsstaða, en minni hlutinn, en í honum var m.a. Gústaf E. Pálsson, hélt fram L-tillögu sem krafóist miklu meiri lands. Um þessar tillögur og flugvall- armálið í heild, varð mikið þjark í samvinnunefndinni. I framhaldi af því fékk hún flug- málastjórn til að gera veðurfars- legar og flugtæknilegar athuganir í Kapelluhrauni, sem talið var koma til greina undir flugvöll á eftir Álftanesi. Að þessum athugunum loknum þóttu þær ekki full- nægjandi af sumum nefndarmönn- um, en jafnframt var sú staða kom- in upp í samvinnunefndinni, að þrátt fyrir samdóma niðurstöður tveggja stjórnskipaðra nefnda, sem báðar höfðu mjög færa sér- fræðinga sér til ráðuneytis, voru fulltrúar Hafnarfjarðar, Garða- bæjar, Kópavogs og Seltjarnarness auk Bessastaðahrepps orðnir and- vígir hugmynd um flugvöll á Álfta- nesi. Varð samvinnunefndin því að lokum að ganga frá greinargerð, án þess að nein sameiginleg stefnu- mörkun væri gerð í flugvallar- málum höfuðborgarsvæðisins. Allt þetta þjark um flugvall- armálið tók 2-3 ár og í millitíðinni hafði t.d. Reykjavík sett á stofn þróunarstofnun, og hún var þá þegar komin með aðrar hugmyndir um landnotkun en hið staðfesta skipulag frá 1967 gerði ráð fyrir. Þegar svo til kastanna kom og svæðisskipulagstillagan var send aðildarsveitarfélögunum til sam- þykktar 1974, bentu þau réttilega á að tillagan væri að ýmsu leyti orðin úrelt og því væri enginn akkur í að staðfestahana. Þar með var þessi tiilaga að svæðisskipulagi sem samvinnu- nefndin hafði lagt svo mikla vinnu og alúð við, orðin að sögulegu plaggi, án nokkurrar lögfornr- legrarþýðingar. Mörg sveitarfélögin töldu þó að sú vinna sem lögð hefði verið í svæðisskipulagstillöguna myndi samt geta orðið að gagni á ýmsan hátt fyrir hin einstöku sveitarfélög, og eins þegar næst verður í alvöru reynt að gera svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Ekki hvað síst hafa þær umræður sem átt hafa sér stað meðal nefndarmanna inn- byrðis og þeirra sérfræðinga sem kallaðir voru til hverju sinni, orðið til að varpa skýrara ljósi á hin marvíslegu skipulagslegu vanda- mál höfuðborgarsvæðisins og auka þarmeð skilning nefndarmanna á þeim. Öllum er ljóst að náin samvinna þessara sveitarfélaga að skipulagsmálum á höfuðborgar- svæðinu er ekki aðeins æskileg, heldur nauðsynleg. Aðalástæða þess að árangur af ötulli vinnu samvinnunefndarinn- ar þennan áratug frá 1961-71 varð ekki betri en raun ber vitni, er sú, að vinnan við tillögugerðina drgst um of á langinn, einkum vegna ó- fyrirséðra erfiðleika við að reyna að ná samstöðu í flugvallarmálinu. Afþessumáþvím.a. draga þann lærdóm, að ekki tjói að vera allt of lengi með svæðisskipulagið í vinnslu. Sennilega best ef hægt er að drífa gerð þess af á 1 - V/z ári eftir hverjar kosningar og taka það síðan til endurskoðunar ef þörf krefur eftir næstu kosningar þar á eftir, eftir því sem ástæða þykir hverju sinni. Svæðisskipulag verður aldrei fullkomið frekar en annað skipu- lag og þarf sífelt að vera í einhvers- konar endurskoðun. Petta breytir þó ekki, Því að jafnan þarf að vera fyrir hendi gildandi svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið, ekki síður en staðfest aðalskipulag þarf að vera til fyrir hvert einstakt sveitarfélag, sem raunar er laga- skylda. Eg vil því eindregið leggja til viö ykkur ágætu sveitarstjórnar- fulltrúar höfuðborgarsvæðisins, að fullur kraftur verði nú settur í vinnu við gerð svæðisskiplulags fyrir höfuðborgarsvæðið, sem eöli- legt er að skipulagsstofa höfuð- borgar svæðisins hafi einkum veg og vanda af, í samvinnu við skipu- lagsráðgjafa hinna einstöku sveit- arfélaga og Skipulag ríkisins. En ég vil hér og nú leggja á það þunga áherslu, að til að vel takist, verða sveitarstjórnarmenn, hinir kjörnu fulltrúar fólksins á höfuðborgar- sv’æðinu, að láta þessi mál til sín taka í veru- legum mæli og mun meir en verið hefur upp á síðkastið, hvort sem það verður innan ramma samvinnunefndar um skipulags- mál Reykjavíkur og nágrennis, sem ég teldi eðlilegast, eins og mál- um er háttað, eða innan einhvers annars samstarfsvettvangs, því án náins samráðs við sveitar- stjórnarmenn, er ekki hægt að bú- ast við raunhæfum árangri. Ætti tvímælalaust að stefna að því að ljúka við gerð tillögu að svæðis- skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið fyrir árslok 1983, enda ættu til- lögur að endurskoðuðu aðalskipu- lagi allra aðildarsveitarfélaganna að liggja fyrir á þeim tíma. Treysti ég ykkur öllum til að stuðla að því að unnt reynist að ljúka við endurskoðun aðalskipu- lags fyrir hin einstöku sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok 1983, og jafnframt með sameigin- legu átaki að láta svæðisskipulag sjá dagsins ljós fyrir sama tíma. Ef einhver illyfirstíganleg vandamnál skjóta upp kollinum í þessu sambandi, eins og flugvallarmálið gerði á sínum tíma, er óhyggilegt að láta það setja verkið úr öllum eðlilegum tímaskorðum, einkum ef þetta vandamál hefur ekki úrslitaáhrif á aðra þætti svæðis- skipulagsins. 17

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.