Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Page 3
SKIPULAGS-
MÁL
HÖFUÐBORGARSVÆfNSINS
3.TBL.3. ARG. 1982
Fréttablaðið SKIPULAGSMAL HÓFUÐBORGARSVÆÐISINS er
gefið út af Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, Hamraborg 7, 200
Kópavogi, sími 45155 og kemur út fjórum sinnum á ári.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Ólafsson.
Efnisyfirlit:
* Hvaðerskipulagogíhversþágu? 5
BirgirH. Sigurðsson
* Landsskipulag 8
Stefán Thors
* Hlutverkreiknilíkanaviðskipulagninguþéttbýlissvæða 11
Þórarinn Hjaltason
* Hugleiðingar um skipulagslögin 13
MagnúsE. Guðjónsson
* ErindifluttáaðalfundiSSH 23. október 1982: 16
Erindi Zóphaníasar Pálssonar, skipulagsstjóra ríkisins 16
Erindi Sigurðar Guðmundssonar, áætlanafræðings: Stjórnun
landnotkunar 19
Erindi Guðrúnar Jónsdóttur, forstöðumanns Borgarskipulags:
Skipulagning og framkvæmd skipulags í nýjum og gömlum
hverfum í Reykjavík 22
Erindi Gests Olafssonar, forstöðumanns Skipulagsstofu höfuð-
borgarsvæðisins: Svæðaskipulag á höfuðborgarsvæðinu 24
* Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 26
* Hlutfallsleg skipting húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sam-
kvæmtrúmmáli 1982 27
* íþróttamiðstöðíSuður-Mjódd 29
* UmhirðavegkantaíBretlandi 29
* Sölukynning 31
Forsíðumynd:
Forsíðumynd er eftir Tómasfónsson auglýsingateiknara
Skipulag og framkvæmd skipu-
lagsáætlana.
Skipulag og framkvæmd skipu-
lags á höfuðborgarsvæðinu hefur
verið mikið til umræðu að undan-
förnu. I ljós hafa komið töluvert
ólíkar skoðanir á því hvað skipu-
lag sé eða geti verið og hvernig
farsælast sé að skipuleggja þessa
vinnu þannig að hún skili sem
mestum og bestum árangri fyrir
land og þjóð. A það hefur m.a.
verið bent að um % af því fé sem
varið er til skipulags fari í söfnun
og meðferð upplýsinga og að
endurskoðun aðalskipulags geti
tekið hátt í áratug. Þannig sé
skipulag, í þeirri mynd sem það
bent að starfssvið og samskipti
þeirra aðila sem tengjast skipu-
lagsmáluin á svæðinu séu víða ó-
ljós og illa skilgreind og því fari að
nauðsynjalausu umtalsverður
tími og fjármunir í tví- og marg-
verknað.
Til að þessi vinna verði leyst vel
og markvisst af hendi þarf að tak-
ast gott og frjótt samstarf milli
hlutaðeigandi stjórnmálamanna;
þeirra sérfræðinga sem að þess-
um málum vinna, og almennings
á viðkomandi svæði. Viðkomandi
ráðuneyti verða líka að sinna
þessum málum betur ef vel á að
vera, því án markvissrar
samvinnu allra þessara aðila
glötum við miklu af þeirn tæki-
færum sem við annars gætum átt.
A höfuðborgarsvæðinu býr nú
meira en helmingur allra lands-
manna, og því skiptir það miklu
máli fyrir okkur sem þjóð að þetta
samstarf takist vel.
Aukin samvinna sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu þarf ekki að
leiða til þess að þau afsali sér valdi
eða sjálfsákvörðunarrétti, heldur
getur hún leitt til mun betri nýt-
ingar á fjármagni, komið í veg
fyrir stórfelld glappaskot og
stuðlað að mun betri heildar-
umhverfi allra íbúa þessa svæðis.
Hins vegar er það ljóst að til þess
að svo megi verða þarf að skipu-
leggja vinnutilhögun og fram-
kvæmd skipulags á höfuðborgar-
svæðinu mun betur en nú er.
Gestur Ólafsson