Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Qupperneq 25
þótt tiltölulega auðvelt kunni að
vera að setja saman um þau bók
eða skrá þau á kort. Til þess að
svo megi verða þarf margt til að
koma. Fullur vilji viðkomandi
sveitarfélaga þarf t.d. að vera
fyrir hendi; það þarf að vera ljóst
hvaða leið mál skuli ganga, og
hver skuli eiga frumkvæði og
hver skuli bera ábyrgð á hverju,
svo eitthvað sé nefnt. Jafnvel þótt
allt þetta sé til staðar þurfa menn
Iíka aðgengilegar og öruggar
upplýsingar til þess að geta tekið
vænlegar ákvarðanir. Einnig er
nauðsynlegt, ájafn miklum breyt-
ingatímum og við lifum á, að
skipulag sé þannig uppbyggt, að
hægt sé að endurskoða það með
skjótum hætti með tilliti til breyti-
legra aðstæðna, og án þess að slík
endurskoðun taki hátt í áratug.
Þeir sem semja lög um svæða-
skipulag, þeir sem vinna að
svæðaskipulagi og þeir sem taka
ákvarðanir um slíkt skipulag
þurfa líka að vera í meginatriðum
sammála um hvað svæðaskipulag
sé.
Ef litið er á fyrirkomulag nokk-
urra þeirra þátta sem hér hafa
verið nefndir, kemur fljótt í Ijós
1960 1965
-----1----1----1---1----1----1---
að ýmislegt mætti betur fara,
enda hafa þeir sem sáu nauðsyn
þess að koma á samtökum sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu
varla búist við að þessi mál gengju
upp í einu vetfangi.
Nú eru á höfuðborgarsvæðinu
a.m.k. þrír aðilar sem allir hafa að
markmiði að meira eða minna
leyti að vinna að svæðaskipulagi
höfuðborgarsvæðisins, en án þess
að hlutverk og starfssvið þeirra
séu nákvæmlega skilgreind.
Þessir aðilar eru Samvinnunefnd
um skipulagsmál Reykjavíkur og
nágrennis sem eru þeirra elst;
Samtök sveitarfélaga í Rejkjanes-
umdæmi eða S.A.S.I.R og
Samtök sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu, S.S.H. Mörg
sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-
inu eiga einnig aðild að öllum
þessum samtökum. Auk þessa
eru fjölmargir aðrir aðilar sem
tengjast skipulagi þessa svæðis
mjög náið t.d. Skipulag ríkisins,
Vegagerð ríkisins og Fram-
kvæmdastofnun ríkisins.
Ef unnt á að reynast að vinna að
skipulagi þessa svæðis á nokkuð
marksvissan hátt væri æskilegt að
fækka þessum aðilum eitthvað
1970
1----1----1---1----1---1----1---K
eða skilgreina verksvið og tengsli
milli þeirra betur en nú er. Einnig
er ljóst að nokkur mismunandi
skilningur er ríkjandi á því hvað
aðalskipulag eða svæðaskipulag
sé, eða eigi að vera, hér á höfuð-
borgarsvæðinu og hvaða tengsl
skuli vera þar á milli.
I skipulagslögum og reglugerð
um gerð skipulagsáætlana eru
þessi hugtök ekki skilgreind svo
fullnægjandi sé, og sama máli
gegnir um hugtökin skipulags-
áætlun, héraða- og landshluta-
skipulag.
Svipuðu máli gegnir einnig um
þann vinnuferil eða vinnutilhög-
un sem viðhöfð er við gerð og
framkvæmd skipulags. Með því
að læra af reynslu annara þjóða í
þessum efnum og með því að taka
hér upp markvissari vinnubrögð
gætum við bæði sparað okkur tví-
og margverknað og nýtt mun bet-
ur það takmarkaða fjármagn sem
nú er til framkvæmda.
Af því sem hér hefur verið sagt,
og af þeirri reynslu sem þegar er
fen'gin af rekstri Skipulagsstofu
höfuðborgarsvæðisins má draga
þá ályktun að brýna nauðsyn b< í i
til að sveitarstjórnarmenn á
1975 1980
Samvinnunefnd um skipulagsmál Reykjavíkur og nágrennis
Samtök sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi - SASlR
SASÍR
SSS
Samtök sveitarfélaga á
nöfuðborgarsvæöinu,SSH.
Aðild að Samvinnunefnd um skipulagsmál Rvk. og nágr. eiga: Aóild að SSH . eiga: Aóild aó SASÍR eiga: Aóild aó SSS eiga:
Hafnarf jörður Hafnarfjörður Grindavík
Bessastaðahreppur Bessastaðahr. Bessastaðahreppur Keflavík
Garðabær Garðabær Garðabær Njarðvík
Kópavogur Reykjavík Kópavogur Reykj avík Kópavogur Hafnarhreppur Miðnes'nreppur
Seltjarnarnes Seltjarnarnes Seltjarnarnes Gerðanreppur
Mosfellshreppur Kj alarneshreppur Mosfellshr. Kjalarneshr. Mosfellshreppur Kjalarnesnreppur Kjósarhreppur Vatnsleysustrandahr
SASlR = Samtök sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi, stofn. 6. nóv. 1964.
SSS = Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, stofn. 16. nóv. 1978.
SSH = Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, stofn. apríl 1976.
Svæðaskipulag á höfuðborgarsvœðinu
25