Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Blaðsíða 24
sögðu sú, að sveitarfélögin hafa
verið andstæð því að afsala sér því
sjálfstæði í meðferð skipulags-
mála, sem þau óneitanlega hafa
haft. Meðan svo er og ekki kemur
til samruni sveitarfélaga eða
hrein valdheiting er þess ekki að
vænta að raunhæf stjórnun
skipulagsmála út frá heildarsjón-
armiðum komist á.
Menn mega heldur ekki
gleyma því, að ekki má líta á
skipulagsgerðina sem einangrað
fyrirbæri, sem hægt sé að afgreiða
án tillits til ýmissa annarra mála-
flokka svo og fjárhagslegrar getu
hvers sveitarfélags um sig, til að
hrinda í framkvæmd þeim þátt-
um sem slík heildarstjórn legði
þeim á herðar. Sú leið sem menn
hafa hallast að á síðari árum er
frjáls samvinna sveitarfélaganna
um skipulagsmál eins og Samtök
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu og Skipulagsstofan bera vitni
um. Slík samvinna getur að sjálf-
sögðu verið mjög gagnleg,
skapað gagnkvæman skilning og
verið til leiðbeiningar um með-
ferð ýmissa mála. Þetta fyrir-
komulag er hins vegar haldið
þeim annmarka, að samtökin
hafa ekkert vald til að framfylgja
sinni stefnu. Ekkert er líklegra en
hagsmunaárekstrar geti orðið á
milli sveitarfélaga um skipulags- j
gerð sem dæmin sanna. Ekki er
víst að slíkir hagsmunaárekstrar
verði leystir með því fyrirkomu-
lagi sem nú er. Frjáls samtök geta
hins vegar reynt að sætta hags-
munaaðila og það þarf ekki að
vera svo lítils virði. í því sambandi
vil ég nefna, að Skipulagsstofan
hefur verið þarfur vettvangur
fyrir skoðanaskipti um þessi mál.
Að lokum vil ég segjaþetta:
1. Allir munu sammála um
nauðsyn þess að samræmt verði
svo sem frekast er unnt skipulag
á höfuðborgarsvæðinu.
2. I öðru lagi bendi ég á, að
menn hafa ekki gert upp við sig
hvernig þeir vilja að slík samræm-
ing eigi sér stað, og hversu víðtæk
hún eigi að vera. Það er ekki
nema um tvo möguleika að ræða.
Annarsvegar að halda áfram á
núverandi braut hins frjálsa sam-
komulags, því fylgir sú hætta, að
sveitarfélag sem í hlut á geri
ágreining, greiði ekki nauðsynleg
framlög, hætti þátttöku í sam-
starfinu á einhverju stigi og síðast
en ekki síst skorti vilja eða getu til
að framkvæma það sem til er ætl-
ast. Slíkt getur kippt grundvellin-
um undan öllu sem gert hefur
verið. Hin leiðin er sú að sveigja
starfsemina undir ákvæði skipu-
lagslaga sem e.t.v. yrði að útfæara
nokkru nánar hvað snertir
réttindi og skyldur á þessu sviði.
Þetta gæti farið hægt af stað en
hlyti með tímanum að leiða til
þess að vissir þættir, hvað snertir
meðferð skipulagsmála og fram-
kvæmd, hyrfu að einhverju leyti
úr höndum sveitarstjórnanna.
Þetta kostar óneitanlega nokkra
skerðingu á sjálfstæði sveitarfé-
laganna. Skerðingu, sem menn
hafa hingað til ekki kært sig um.
— Eg fæ ekki séð að þriðja leiðin
sétil.—
Eg hefi hér reynt að draga upp
nokkra þætti, sem ég held að
muni geta haft nokkuð gagn af að
hafa í huga þegar farið verður að
ræða þessi mál áfram og dýpra.
Verkefnin eru mörg og mikilvæg,
sem vinna þarf að, við þurfum að
leggjast á eitt með að finna heppi-
legustu leiðina til þess að leysa
þau.
Erindi Gests Ólafssonar, forsöðumanns Skipulagsstofu höfuðborgar-
svæðisins: Svæðaskipulag á höfuðborgarsvæðinu
Tilraunir til sameiginlegrar
stefnumörkunar fyrir höfuð-
borgarsvæðið eiga sér talsverða
sögu, hvort sem þær eru kallaðar
aðalskipulag, svæðaskipulag, hér-
aðaskipulag, byggðaáætlun cða
þróunaráætlun. I því aðalskipu-
lagi Reykjavíkur, sem unnið var á
árunum fyrir 1966, voru settar
fram ýmsar hugmyndir um upp-
byggingu svæðisins í heild, en
áður höfðu nokkrir einstaklingar
fitjað upp á athyglisverðum hug-
myndum um skipulag svæðisins.
Arið 1972 gekk Samvinnu-
nefnd um skipulagsmál Reykja-
víkur og nágrennis frá skipulags-
tillögu fyrir höfuðborgarsvæðið
að loknu 6 ára starfi að því
verkefni, en ekki náðist sam-
komulag um það skipulag hjá
hlutaðeigandi sveitarfélögum.
I apríl, 1976 gengu því átta
sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-
inu til samstarfs um skipulags-
mál, og mynduðu með sér
24 Samtök Sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu, en auk þess var
Kjósarhrepp heimilað að gerast
aðili að þessu samstarfi. I
samningi sem sveitarfélögin
gerðu sín á milli gerðust þau
þannig aðilar að gerð: „aðal-
skipulags, svæðaskipulags fyrir
höfuðborgarsvæðið”. Einnig var
ákveðið að koma á fót sameigin-
legri Skipulagsstofu, og var henni
komið á laggirnar í ársbyrjun
1980.
Ástæðurnar fyrir því að reynt
hefur verið að líta sameiginlega á
ýmiss mál þessa svæðis eru marg-
ar. I þessum átta sveitarfélögum
búa nú rösklega 123.000 manns
eða um 53% þjóðarinnar, þannig
að mjög miklu skiptir hvernig til
tekst um skipulag á þessu svæði. I
mörgum málaflokkum líta íbúar
þessa svæðis á það sem eina heild
t.d. sem atvinnusvæði, til úti-
vistar, verslunar, skemmtana og
frítímaiðju, hvað viðvíkur búsetu
o.fl. Á þessu svæði er líka um að
ræða vandamál sem eru mörg
hver af öðrum toga, og stærðar-
gráðu og þarfnast nánari
samvinnu milli sveitarfélaga, en
víðast hvar annars staðar á
landinu. Mörg þessara mála
verða heldur ekki ráðin til lykta,
svo vel sé innan vébanda nokkurs
eins sveitarfélags. Hér nægir að
nefna frárennslismál svæðisins,
samræmi milli byggingu nýrra
svæða og almenningsvagna-
þjónustu — og
uppbyggingu verslunar og þjón-
ustumiðstöðva.
Flestar vestrænar þjóðir hafa,
eins og við, rekið sig á svipuð
vandamál í þessum efnum og líka
brugðist við þeim á svipaðan hátt,
eða með því að koma á fót sam-
eiginlegum skipulagsstofum fyrir
þau svæði sem eru að meira eða
minna leyti að renna saman í eina
heild.
Þeim sem hafa unnið að svæðis-
skipulagi er fulljóst að þau mál
sem þar er fjallað um ganga síður
en svo fram af sjálfu sér, jafnvel