Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Blaðsíða 7
breytt eða luilið með öllu, i'jar»
lægðir lengjast og tengsl slitna.
En líka getur f'ylgt í kjölf'ar um-
rótsins rneiri hreyfanleiki fólks, í
híl, í stætisvagni, til göngu og um-
hverfið er að mörgu leiti hrein-
legra, rýmra, jafnvel öruggara,
þegar upp er staðið. Ekki aðeins
þar scm vð búum, heldur einnig
vinnustaðir. Þá er reynt að varð-
veita og vernda sérstæðar bygg-
ingar, sérstæða náttúru, því okk-
ur er ljóst, að ef við göngum mjög
á þessa hluti, þá erum við að slíta
tengslin við bæði fortíð og fram-
tíð. Við erum öll dálítið eigin-
gjörn þegar um nánasta
umhverfi okkar er rætt. Öll vild-
um við búa á „besta” stað bæjar-
ins. Strætisvagnastöðin má ekki
vera langt í burtu, þó ekki of ná-
lægt. Það þarf að vera stutt í versl-
anir, leikvelli, skóla o.s.frv., en
samt ekki of nálægt, þannig að er-
illinn valdi okkur óþægindum.
Við viljum vera út af fyrir okkur,
cn þó í nálægð annarra. Nú ef við
höfum áhuga á útiveru, þá viljum
við komast fljótt og örugglega úr
borgarysnum. Sem náttúruunn-
endur viljum við ekki rekast á í
þessum vánjum okkar mergð
fólks, ekki fjölda bíla, ekki sund-
urgraf'na hóla eða malargryfjur
hálf f'ullar af alls konar drasli.
Þannig mætti áfram telja, hvað er
best og hvað er verst. Kannske er
mikilvægi skipulagsins fyrst og
frcmst í því fólgið að reyna að
sætta marvísleg sjónarmið sem
upp koma, þegar um takmarkað-
landrými og fjármagn er að ræða.
Það leitast við að stýra notkun
þess lands sem við höf'um til um-
ráða á þann hátt sem hagkvæmast
má telja, fyrir einstaklinginn og
samfélagið í heild sinni og nátt-
úruna.
2.
Því hefur löngum verið haldið
fram, að.mikið sambandslcysi ríki
á milli þess sem skipuleggur og
þess sem skipulagt er fyrir. Erfitt
sé fyrir hinn almenna borgara að
leita upplýsinga um skipulags-
mál, yfir þeim hvíli mikil leynd,
þar til skipulagshugmyndir eru
að fullu mótaðar og þær sam-
þykktar af skipulagsyfirvöldum
Þá fyrst sé hulunni svipt af og
skipulagið sýnt. Borgararnir eru
þessu vanir, telja áhrif þeirra á
skipulagsmál jafn tilgangslaus og
raus um óblíða veðráttu.
Hér á landi hefur „þátttaka "
almennings i skipulagi bvggðar
sem sé aðallega byggst á s.k. skip-
ulagssýningum. Þarer boðið upp
á litrík korl og teikningar vmis
konar, haglega gerð líkön, fyr-
irlcstra um framtíðarhorfur, og
puntað upp á með skuggamynd-
um. Þá er almenningi gefinn
kostur á að lcsa „rökstuddar
greinargerðir”, (samb. skipulags-
lög) að skipulagstillögum, upp á
tugi blaðsíðna þar sem fjallað er
um meðaltöl, hlutföll og stuðla,
siigulegt samhengi og hugsanlega
framvindu næstu 20 árin.
Þegar skipulagssýningar eru
haldnar, þá eru skipulagsyf'irvöld
að framf'ylgja skipulagslögunum
frá 1964. Þarsegir m.a. í I7gr.:
„Nú ákveður skipulagsstjórn”
(innskot þ.e. Skipulagsstjórn
ríkisins) „að leggja skipulagstil-
lögu, samkvæmL 15. og 16 gr.
fram opinberlega, og skal hún þá
auglýsa slíkt á þann hátt, sem
venja er um auglýsingar
stjórnvalda á umræddum stað.
Skal þar tilgreint yfir hvaða svæði
tillagan nái, hvar uppdrættir
ásamt fylgiskjölum séu til sýnis og
hve lengi, en það má eigi vera
skemur en 6 vikur, hvert skila
skuli athugasemdum við til-
löguna og innan hvers frests, en
hann má eigi vera skemmri en 8
vikur frá birtingu auglýsingar, og
jafnframt skal tekið fram, að þeir,
sem eigi geri athugasemdir innan
tilskilins frests, teljist samþykkja
tillöguna.” Skipulagslögin líta
því á borgarana semáhorfendur
en ekki þátttakendur. Ljóst er, að
lögin banna ekki að tengslin milli
borgaranna og skipulags-
yfirvalda séu meiri en hér hefir
verið lýst. Það er í raun og veru
hverri sveitarstjórn í sjálfsvald
sett, hvern þátt hún ætlar al-
menningi í skipulagsmálum.
Tvennt er einkum mikilvægt í
þátttöku almennings í skipulagi.
Það fyrra er upplýsingaflæði þ.e.
hver er möguleiki almennings á
að afla sér upplýsinga um skipu-
lagsmál? A þetta hefur aðeins
verið drepið hér að framan, bent
á hve óaðgengilegur „upplýsinga-
miðill” skipulagskort og —
greinargerðir eru f'yrir almenn-
ing. Næg vitneskja um fyrirætlan-
ir sveitarstjórna í skipulagsmál-
um fæst ekki með því einu að
horfa á skipulagsuppdrætti og
Hvert erhlulverk almennings ískipu-
lagi hér á landi?
fletta í gegnum skipulagsgreinar-
gerðir. Hið síðara er, — f'ær alm-
enningur að tjá hug sinn, áöur en
skipulagstillögur eru fullmótað-
ar, jafnvel samþykktar? Reynslan
sýnir að svo er ekki.
Oft heyrist sú fullyrðing, að
skipulag sé dæmi um málaflokk
þar sem þörf sé á nánu sambandi
milli skipulagsyfirvalda og al-
mennings, vegna þcirrar
einföldu staðreyndar að skipulag
hafi áhrif á alla. Það sé réttmætt,
að almenningur taki þátt í að
móta það samfélag sem hann býr
í eða stefnir að. I móti þessu er
mælt með þeim rökum að ef
leitað er óska borgarans í
skipulagsmálum, — ef þáttaka
almennings í skipulagi er meiri en
f'allegt orð, þá muni það leiða til
valddreifingar í þjofélaginu. Nú
eru ákvarðanir í skipulagsmálum
einvörðungu stjórnmálamanna.
Þessu fyrirkomulagi mun erfitt
að breyta, enda erfitt að scgja til
um, hvort slíkt sé æskilcgt. Stjórn-
málamennirnir eru jú lýðræðis-
lega kjörnir fulltrúar fólksins.
Aðrir benda á, að skipulagsmálin
séu það margbreytileg, flókin, að
stjórnmálamennirnir hafi sára
litla möguleika á að kynna sér alla
þætti þeirra nægjnalega vel. Það
sé heldur ekki víst, að þeir hafí afl
til að gæta hagsmuna um-
bjóðenda sinna þó þeir þekki. Sú
krafa heyrist því æ oftar, að borg-
ararnir fái sjálflr að taka þátt í
stefnumörkun þeirra mála, sem
varða líf þeirra, ekki aðeins með
atkvæði sínu 4. hvert ár, heldur
oftar.
Inn í þcssa umræðu um rétt
almennings til að taka þátt í á-
kvarðanatöku í skipulagi hefur
mörgu verið spunnið og því er
ógerningur að geta alls þess er
7