Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Blaðsíða 29

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Blaðsíða 29
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ í SUÐUR-MJÓDD Nýlegaa er lokið samkeppni um íþróttamiðstöð í Suður- Mjódd, í Reykjavík. F"yrstu verð- laun hlutu arkitektarnir Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson. I tillögu sinni leggja höfundar til að syðsta hluta svæðisins verði ráðstafað fyrir skokkbrautir, reiðhjóla- og göngustíga í fjöl- breyttu landslagi. Um miðbik svæðisins leggja höfundar til að reist verði íþróttamiðstöð, en auk þess verði þar knatlspyrnuvöllur, tjörn (skautasvell) og vatnaskrúð- garður. Nyrst á svæðinu er síðan gert ráð fyrir bifreiðastæðum auk byggingar og íþróttavalla I. R. UMHIRÐA VEGKANTA í BRETLANDI Svæði A 1 - 1,5 m næst vegi. Þar er rasið slegið a.m.k. 6-12sinnum á ári. Svæði B Á þessu svæði sem kalla má mið svæði er gras slegið annað hvort 1) tvisvar á ári t.d. um miðjan maí og í lok ág- í júlí á síðasta ári kom út bleð- lingur í Bretlandi á vegum „the Professional Institutions Council for Conservation”. Megininntak hans eru tilmæli til þeirra er sjá um umhirðu vegkanta (road verges). í stuttu máli eru tilmælin þau, að fara varlega við allan slátt í veg- köntum vegna þess lífríkis sem þar þrífst. Á undangengnum árum hefur Umhverfismálaráðunevtið breska (D.O.E.) sent frá sér einskonar verkleiðbeiningar (technical mem- oranda) varðandi umhirðu vegkanta. í þeim fyrstu var lagt til að vegkantarnir skyldu snoðaðir eins og frekast væri unnt. En nú hin síðari ár hafa komið fram verk- leiðbeiningar sem ganga þvert á þær fyrri í þessum efnum. í bleðlinum sem áður er um get- ið, segir m.a. að um 700 mis- munandi tegundir plantna vaxi á breskum vegköntum, þar af 50 sem eru algengari þar en anrtarsstaðar. Að auki segir þar, að í vegköntun- um lífi 40% spendýra, öll skriðdýr- in, 20% fugla, 42% fiðrilda og 47% allra flugna er finnast á Bret- landseyjum. Til að lífríki þessu verði ekki raskað um of leggur„the Profess- ional Institutions Council for Con- servation” því til að vegköntum verði skipt í þrjú umhirðusvæði, eftir fjarlægð frá akbraut. Umhirðusvæði vegkanta (road verges) í Bretlandi 2) aðeins einu sinni á ári t.d. í lok ágúst. Svæði C Á þessu svæði, sem er fjærst akbrautinni, er lagt til að grasið sé slegið aðeins einu sinni eða þá að það sé látið vaxaalvegífriði. Með þessari skiptingu vegkant- anna í þrjú umhirðusvæði halda umhverfisverndarmenn í Bret- landi því fram að fjölbreytileika og tilvist bæði plantna og dýra sé síður hætta búin. Ennfremur sé með skiptingu þessari hægt að auðga fegurð vegkanta, ef svo má að orði komast, bæði hvað varðar lit og áferð þar sem blómjurtir og ýmsar teundir af grösum ná hugsanlega að skarta sínu fegursta ef þær fá að vaxa þar í friði. En síðast en ekki síst getur mikið fjármagn sparast með því að skipta vegköntunum í þessi ákveðnu umhirðusvæði, þar sem aðeins ræma næst akbrautinni er snöggslegin í stað þess að áður tíðkaðist að slá allan vegkantinn. * 29

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.