Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 3

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 3
SKIPULAGSMÁE HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 3 ATVINNUMÁL gjk SKIPULAGS* Höfudborgarsvæðisins jA M Mk | 1. TBL. 5. árg. 1984 EFNISYFIRLIT Bls. □ Bætt starfsskilyrði örva vöxt nýrra iðngreina á höfuðborgarsvæðinu/Magmís L. Sveinsson, formaður Atvinnumálanefndar höfuðborgarsvœðisins 5 Q Þróun atvinnulífs á höfuðborgarsvæðinu og hlutverk sveitarstjórna í atvinnulífinu/ Þórleifur Jónsson, framkvœmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna 7 ] Útflutningur á iðnaðarvörum/ Úlfur Sigurmundsson, Útflutningsmiðstöð iðnaðarins 11 Q Um samstarf Háskóla við fyrirtæki og sveitarfélög/Guðmundur Magnússon, rektor Háskóla íslands 12 Q Hugleiðingar- um atvinnumál/ Björn Björnsson, Alþýðusambandi íslands 16 Q Framtíðarfyrirtækið/ Gunnar H. Guðmundsson, rekstrarverkfræðingur, Rekstrarstofunni 19 Q Framtíð tæknivædds iðnaðar á höfuð- borgarsvæðinu//«g/fl/<ÍMr Hannibalsson, forstöðumaður Iðntæknistofnunar íslands 21 Q Vísinda- og tækniiðnaðarhverfi fyrir höfuðborgarsvæðið//ón H. Magnússon, verkfræðingur 29 Q Atvinnuþátttaka á höfuðborgarsvæðinu/ Birgir H. Sigurðsson, skipulagsfræðingur 33 Á undanförnum árum hafa átt sér stað meiri grundvallarbreytingar á atvinnuskilyrðum á íslandi á mjög skömmum tíma en dæmi eru um áður og meiri óvissa er nú ríkjandi í atvinnumálum en verið hefur um langt skeið. Fyrirsjáanlegt er að um 15.000 manns muni bætast við at- vinnumarkað höfuðborgarsvæðis- ins næstu 20 ár og miklu skiptir að þetta fólk, eins og reyndar lands- menn allir geti fundið vel launuð störf við sitt hæfi. Margir eru nú uggandi um framtíð hefðbundinna atvinnugreina hér á landi og fyrirsjáanlegt er að störf í stóriðju fullnæga ekki allri viðbótar atvinnuþörf næstu áratugina. Á það hefur einnig verið bent að aukin sjálfvirkni kunni að gera fjölmarga atvinnulausa á skömmum tíma og þar geti höfuðborgarsvæðið orðið hvað harðast úti. Engin ástæða er þó til að efast um getu okkar til að leysa þessi mál farsællega ef við skiljum eðli þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað og bregðumst við þeim á viðeigandi hátt. Sú hætta virðist samt vera fyrir hendi að við lítum á þessar breytingar eingöngu sem innanrík- ismál og eyðum orku okkar og tíma í karp um byggðastefnu í stað þess að snúa bökum saman til sóknar útávið eftir nauðsynlegri þekkingu og nýjum mörkuðum. Ef við viljum geta boðið fólki hér á landi sömu laun, starfsskilyrði og möguleika og aðrar þjóðir bjóða þegnum sínum, verðum við að vera samkeppnisfær á alþjóðavettvangi. Margar þær breytingar sem hafa verið að eiga sér stað að und- anförnu hafa verið okkur í hag. Undanfarna áratugi hafa framfarir í samgöngum og fjarskiptatækni fært okkur mun nær umheiminum og af- skekkt lega íslands skiptir nú mun minna máli en áður. Við höfum lagt mikla áherslu á uppbyggingu al- mennra þjónustukerfa og lyft Grettistaki við mannvirkjagerð til sjávar og sveita, þótt víða hefði mátt beita meiri forsjálni og vanda meira til umhverfis. Við höfum lagt grudvöll að ágætu menntakerfi og fjárfest mikið í framhaldsmenntun þótt hún hafi hugsanlega ekki nýst landsmönnum sem skyldi. í sívaxandi samkeppni milli þjóða hafa yfirburðir þeirra sem leggja sig eftir, og ráða yfir mikilli þekkingu greinilega komið í ljós. Hér skiptir stefnumörkun og uppbygging menntakerfisins mjög miklu máli t.d. þannig að iðnnám skipi jafn háan sess og hefðbundið bóknám; að aukin áhersla sé lögð á innflutn- ing þekkingar; að fólk sé í ríkari mæli menntað fyrir þá framtíð sem nú er í mótun og kennt að afla sér stöðugt nýrrar þekkingar og stað- reynda í því upplýsingaþjóðfélagi sem við búum við í dag. Með samræmdu átaki geta sveitar- félög á höfuðborgarsvæðinu, í sam- vinnu við ríkisvaldið, haft mjög mikil áhrif á það hvernig þeir at- vinnumöguleikar sem nú standa til boða eru nýttir og hvaða framtíð fólki og fyrirtækjum á þessu svæði erbúin'

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.