Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 15

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 15
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 15 um annars vegar og í Svíþjóð hins vegar. í því skyni að reyna að ein- angra þær forsendur sem stuðlað gætu að framförum á þessu sviði ætla ég að fara um þetta nokkrum orðum. Ástæðan fyrir því að Massachusetts var valið til sam- anburðar við Svíþjóð er sú að fólks- fjöldi er svipaður. Áþekkur fjöldi starfsmanna er í tækniiðnaði um 250 þús. Á báðum stöðum eru laun tiltölulega há, menntastig hátt o.s.frv. í ljós kom að erfitt var að finna einhverja tiltekna gerð fyrir- tækis sem var líkleg til þess að verða ofan á eða undir. Þau atriði sem virtust mestu máli skipta voru víðfeðm stjórnunarþekking, þ.e. kunnátta bæði á markaðssviðinu og tæknisviðinu, svo og aðgangur að áhættufé. Almenna reglan er sú að það eru nýju fyrirtækin sem eru í fararbroddi með nýja tækni og hug- myndir þótt stórfyrirtækin kaupi þau ósjaldan upp síðar. Það gæti að vísu brenglað tölurnar að hugvits- menn sem starfað hafa við stórfyrir- tækin hverfi á braut og stofni sín eigin fyrirtæki. Bandarísku fyrir- tækin höfðu meira fé milli hand- anna í byrjun og fjármagnsmarkað- ur er þar virkari en í Svíþjóð. Hins vegar gegndu stórfyrirtækin í Sví- þjóð því hlutverki að útvega minni fyrirtækjunum fé með því að ráða þau sem undirverktaka. í Massachusetts þekktu allir alla en það kom mér á óvart að í Svíþjóð vissi einn ekki hvað annar var að gera á sama sviði. Nálægð við tækniháskóla skipti miklu máli báð- um megin Atlantshafsins. Má í því sambandi nefna að af hverjum 10 nýjungum komu sex hugmyndir frá kaupendum, 3 frá háskólunum og 1-2 annars staðar frá. Háskóli íslands og Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg veitti Háskóla ís- lands gífurlegan styrk með hinni höfðinglegu gjöf háskólalóðar á 50 ára afmæli hans 1961 og með veitingu lands fyrir starfsemi til- raunastöðvarinnar í meinafræði að Keldum. Það er þó fyrst nýlega að formlegt samstarf við Reykjavíkur- borg hefur hafist með því að há- skólinn og Reykjavíkurborg hafa ráðið sér starfsmann sameiginlega til þess að vinna að eflingu hátækni- iðnaðar á Reykjavíkursvæðinu. Sömuleiðis var tekið tillit til þess við samninga háskólans, ríkisins og Reykjavíkurborgar um framtíðaraf- not af Keldnaholtinu að þar gætu risið stofnanir og fyrirtæki sem hefðu hag af nálægð við háskólann og rannsóknarstofnanir atvinnuveg- anna á Keldnaholti. Þróunarmiðstöð Háskóla íslands og fyrirtæki í tengslum við hana I Háskóla íslands er nú verið að vinna að fjölda áhugaverðra þróun- arhugmynda á sviði rafeindatækni, hugbúnaðar og líftækni o.fl. sem geta leitt til framleiðslu á nýjum háþróuðum iðnaðarvörum til sölu heima og erlendis. Á fjölmörgum tæknisviðum eru ekki starfandi á Islandi fyrirtæki sem geta notfært sér og styrkt rannsóknarstarfsemi í landinu. Það er áhugavert að stuðla að stofnun slíkra fyrirtækja svipað og gert hefur verið erlendis. Einnig má geta þess að margir efnilegri íslendingar eru nú í framhaldsnámi erlendis og er mikilvægt að þeir nýtist vel þegar heim kemur að námi loknu. Auk þess hefur ekki farið fram hjá neinum að þriðji hver íslendingur hefur nú nám í Háskóla íslands og þann mannauð þarf að virkja ekki síður en fallvötnin, jarðhitann, sjávarafla og landbúnaðarvörur. Þjónusturannsóknir og tilraunir í háskólanum eru orðnar það fjöl- þættar að nauðsynlegt er að beina þeim í skipulegan farveg. Hin opna frjálsa rannsóknarstarfsemi við há- skóla hentar heldur ekki alltaf þeg- ar komið er út í harða samkeppni þar sem vinna þarf hratt, með Ieynd og fyrir áhættufé. Einnig þarf að leysa ýmis flókin höfundarréttar- mál jafnframt því sem virkja þarf einstaklingsframtakið í rannsókn- um og framleiðslu. Eftir viðræður við menn innan og utan háskólans er ég um þessar mundir að vinna að stofnun þróun- armiðstöðvar eða þróunarfyrirtækis Háskóla íslands. Markmiðið yrði að efla hagnýtingu rannsókna við háskólann, nýsköpun og vöruþróun á sviði hátækniiðnaðar með því að auðvelda starfsmönnum háskólans að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd með bættri starfsaðstöðu og starfsliði, með ráðgjöf á sviði mark- aðsmála og nægilegu áhættufé til að stunda markvissa og öfluga þróun- arstarfsemi; að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og stuðla að eflingu háþróaðra iðn- greina hérlendis til að fjölga at- vinnutækifærum fyrir háskóla- menntaða menn og aðra þegna þjóðfélagsins; að efla möguleika á áhugaverðum störfum við há- skólann fyrir íslenska námsmenn þegar þeir komg aftur heim frá sér- fræðinámi erlendis. Fyrirtækið heyrði undir háskólaráð en væri sameign háskólans, fyrirtækja og fjármálastofnana. Það starfaði á viðskiptalegum grundvelli eftir deildum og annaðist samninga við aðila innan og utan skólans. Það yrði því eins konar umsýsluaðili sem ekki framkvæmdi rannsóknir sjálft nema þá að litlu leyti. Leiði þróunarstarfsemin til söluhæfra hugmynda gæti það síðar leitt til stofnunar fyrirtækja samkvæmt al- mennri löggjöf þar sem eignaraðild gæti verið með ýmsum hætti þ.e.a.s. gæti verið eign háskóla og fyrirtækja eða þá einstakra háskól- akennara í samvinnu við ýmsa aðila eða jafnvel alfarið í eigu utanskó- laaðila. Ég tel heppilegast m.k. á þessu stigi að ríki og Reykjavíkur- borg eigi ekki beina aðild að þróun- armiðstöðinni. Hins vegar hlýtur fé og aðstaða að koma frá þeim með ýmsum hætti Ég bind miklar vonir við samstarf af þessu tagi og trúi því að með því sé unnt að flýta þróun hugmynda um mörg ár sem út af fyrir sig er yfirleitt bráðnauðsynlegt í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á flestum sviðum. Sömuleiðis bind ég miklar vonir við að við getum haslað okkur völl á sviði ýmis- skonar hugbúnaðar. í slíkum tilvik- um skiptir afskekkt lega landsins ekki miklu máli. Svo vill til að sala hugbúnaðar á alþjóðamarkaði vex nú um 40% á ári þegar sala á hrá- efni stendur í stað eða jafnvel dregst saman. Einnig treysti ég því að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í efnahagsmálum og ráð- gerðar eru til eflingar atvinnulífs í landinu verði til styrktar samstarfi milli háskóla og fyrirtækja. Á ég þar við hjöðnun verðbólgu og hækkun rauvaxta sem leiðir til meira framboðs á sparifé og áhætt- ufé svo og þær breytingar á hluta- fjárlöggjöf og lögum um viðskipta- banka sem væntanlegar eru. Allar tilraunir koma ekki til með að tak- ast -

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.