Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Síða 10
10
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
kaupi þessa þjónustu af fyrirtækj-
um, sem starfa á viðkomandi svið-
um. í sjálfu sér er ekkert athuga-
vert við, að sveitarfélög reki ein-
hverja atvinnustarfsemi á sama
sviði og einkaaðilar, en gæta þarf
þess vel, að þar liggi raunveruleg
hagkvæmnissjónarmið að baki, en
ekki að slíkum þjónustudeildum
séu búin hagstæðari skilyrði en
einkaaðilum á sama sviði, t.d. með
vægari gjaldtöku til sveitarfélagsins
eða, að ekki séu greidd lögboðin
opinber gjöld til ríkisins. Hér þyrfti
því að mínum dómi að fara fram
miklu strangara mat en tíðkast hef-
ur í flestum sveitarfélögum.
5. Beinar aðgerðir sveitarfélaga
til uppbyggingar iðnaðar
Uppbygging iðngarða, stofnun
iðnþróunarsjóða sveitarfélaga eða
landshluta, sem veita fjárhagslegan
stuðning við tækniþjónustu, vöru-
þróun og nýiðnað (t.d. hátækniiðn-
að), svo og bein þátttaka í atvinnu-
rekstri, eru aðgerðir, sem flestum
koma í hug, þegar rætt er um, með
hvaða hætti sveitarfélög geti stuðl-
að að aukinni iðnvæðingu. Öll þessi
afbrigði hafa verið reynd og er ekki
frítt við að viðleitni á þessu sviði
hafa vaxið upp á síðkastið. Ljóst er,
að hægt er að ná árangri með að-
gerðum á þessum sviðum, hverju
fyrir sig eða sameiginlega. Hér get-
ur hins vegar verið erfitt að finna
hinn gullna meðalveg. Um þetta
mætti auðvitað skrifa langt mál, en
ég vísa aðeins til þess, sem ég hef
sagt hér að framan. Ég tel vænlegra
að vinna meir á almenna sviðinu,
ekki síst innkaupasviðinu, þótt ár-
angur sé e.t.v. ekki alltaf jafn
augljós eða jafn auðvelt að sýna
fram á hann og þegar ráðist er í
beinni aðgerðir. Hafa verður í
huga, að með beinum aðgerðum
eru sveitarstjórnir að nokkru að
fara inn á mótað verksvið einstakl-
inga, félagasamtaka eða stofnana,
sem fyrir eru í landinu ekki síst
ríkisstofnana (rannsóknastofnanir,
fj árfestingalánasj óðir). Varðandi
iðngarða og beinan atvinnurekstur
getur verið um að ræða mismun-
andi þörf milli sveitarfélaga. Al-
mennt séð er beinn atvinnurekstur
sveitarfélaga óæskilegur og ætti að
láta einkafyrirtækjum hann eftir.
Þörf getur verið á uppbyggingu iðn-
garða, en þegar því fylgja beinar
niðurgreiðslur húsaleigu, er sú leið
orðin mjög varhugaverð. Að því er
varðar iðnþróunarsjóði, sem veita
stuðning við tækniþjónustu og
vöruþróun, er álitamál, hvort sveit-
arstjórnir gerðu ekki betur í því að
styðja við bakið á þeim, sem þegar
starfa á sviði slíkrar beinnar aðstoð-
ar, ráðgjafa- og lánastarfsemi, og
þekkja þar af leiðandi vel til, þann-
ig að kraftar dreifist ekki um of.
Hér verður auðvitað að hafa í huga,
hvort ekki væri æskilegt að draga úr
miðstýringu, að því er fyrirgreiðslu
af þessu tagi varðar. Ég verð að
viðurkenna að það er hugsun, sem
er mér ekki á móti skápi. Hins veg-
ar verð ég að benda á, að það er
hætta á að menn lendi á hálum ís ef
iðnþróunarsjóðir sveitarfélaga eða
landshlutasamtaka móta sér mis-
munandi lánareglur og reglur um
styrkveitingar, þannig að sam-
keppni geti myndast í niður-
greiðslum. Varast ber öll hreppa-
sjónarmið í málaflokkum sem þess-
um, þar sem þau geta verið mjög
dýrkeypt. A.m.k. er nauðsynlegt,
að við aðgerðir sveitarstjórna og
samtaka þeirra á þessu sviði verði
haft náið samráð við þá aðila sem
þegar starfa á sama sviði.
6. Höfuðborgarsvæðið —
Niðurstöður
Hér að framan hef ég rætt um hlut-
verk sveitarstjórna almennt í at-
vinnuuppbyggingu, þótt ég hafi
drepið á Reykjavíkurborg og höf-
uðborgarsvæðið á stöku stað, til
þess að leggja áherslu á eða nefna
dæmi um einstök atriði í þessu sam-
bandi. Ég hef komist að þeirri nið-
urstöðu, að hlutverk sveitarfélaga
sé fyrst og fremst að stuðla að því,
að hin almennu starfsskilyrði iðn-
fyrirtækja séu þess eðlis, að það
hvetji til jákvæðrar þróunar. Ég hef
lagt áherslu á, að í þeim tilvikum,
sem sveitarstjórnir grípa til beinna
aðgerða, ættu þær að vera sem al-
mennastar og beinast fyrst og
fremst að því að fá fyrirtækjunum í
hendur verðug viðfangsefni í stað
þess að veita þeim styrki með nið-
urgreiðslum. Á höfuðborgarsvæð-
inu eru þær aðstæður, að tiltölulega
auðvelt ætti að vera að fylgja fram
þessari leið, ekki síst að því er varð-
ar að nota innkaupin til að hafa
áhrif á atvinnuþróunina. í ljósi
þeirrar atvinnuþróunar, sem orðið
hefur hér á landi á síðastliðnum
áratug, vaknar þó sú spurning,
hvort höfuðborgarsvæðið eigi ein-
hverja sérstöðu að þessu leyti. Á
þessum tíma hefur þróun nú ein-
kennst af því að gífurleg uppbygg-
ing hefur átt sér stað í sjávarútvegi,
án þess að þau atvinnutækifæri í
iðnaði, sem þeirri uppbyggingu
hefðu getað fylgt, væru nýtt.
Áherslan á sjávarútveginn hefur
verið kjarni þeirrar byggðarstefnu,
sem hér hefur verið í hávegum
höfð, með þeim árangri, að fólks-
fjölgun á höfuðborgarsvæðinu á
kostnað landsbyggðarinnar stöðv-
aðist um tíma. Þar sem þess hefur
ekki verið gætt að nýta þau iðnað-
artækifæri, sem þessu hefði getað
orðið samfara, hefur þetta jafn-
framt orðið til þess, að einhæfni
atvinnuveganna úti á landsbyggð-
inni hefur haldist, og það sem
meira er, iðnaður hefur ekki vaxið
nægilega á höfuðborgarsvæðinu
heldur. Þær aðstæður hafa nú
skapast, sem gætu gjörbreytt þessu
mynstri. Auðvitað eru ekki öll kurl
komin til grafar, að því er varðar
afleiðingar þeirrar kreppu, sem
sjávarútvegurinn er nú í. Hins veg-
ar má gera ráð fyrir, að þeir, sem
mest hafa treyst á uppbyggingu
sjávarútvegs, muni nú söðla um
a.m.k. að einhverju leyti, þannig
að verulegar hugleiðingar muni nú
á næstunni eiga sér stað um þau
atriði, sem hér hafa verið til um-
ræðu, þ.e. hvað hinar ýmsu sveitar-
stjórnir geti gert til þess að efla
iðnað í sínum bæjarfélögum. E.t.v.
er ekki rétt að segja að meginþungi
byggðastefnunnar muni flytjast yfir
á iðnaðinn, en mér virðist ljóst að
verulegar áherslubreytingar séu
óhjákvæmilegar að þessu leyti.
Hvað mun gerast í þessu andrúms-
lofti nýrra aðstæðna? Mun fyrir-
greiðslupólitík verða allsráðandi
þar sem sveitarfélög munu keppast
við að ná út úr sameiginlegum sjóði
landsmanna “ódýru“ fjármagni til
að greiða niður stofn- og rekstrar-
kostnað iðnfyrirtækja, sem að öðru
leyti væru ekki lífvænleg?
Ég tel, að hér þurfi sveitarstjórnir
að vera vel á verði, og að Samtök
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
hafi á þessu sviði sem og fleirum
mikilsverðu samræmingarhlutverki
að gegna.